Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 12

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 12
84 EIMREIÐIN vor og viðhorf eru á fleiri lund en margan grunar, runnið af forn- um arfi. Þetta allt og fjölmargt annað myndar til samans eina heild, sem einu nafni kallast íslenzk menning. Markmið vort sem þjóðar er að varðveita hana, efla og göfga, og þó án einstrengings- skapar eða ofmetnaðarfullrar þjóðernisstefnu. Enda er íslenzk menning ekki einangrað fyrirbrigði heldur einn drátturinn í heildar- svip vestrænnar menningar, en að vísu sá sem oss er kærastur og trúað fyrir að ekki afskræmist. Og það gerir hann svo bezt, að hann skýrist og göfgist í samræmi við það sem bezt er í heildar- myndinni. íslenzk menning hefur ætíð þegið frjóvgandi áhrif frá menningu annarra þjóða, hún hefur ekki einangrazt, jafnvel á þeirri tíð, þegar landið var langt úr þjóðbraut, og hún gerir það ekki enn og má ekki gera það. Sú er sannfæring mín, að þetta sé hið æðsta takmark þjóðar vorrar, að treysta þjóðmenningu vora af fornri rót, í sívakandi snertingu við það sem bezt er og heillavæn- legast í fari þeirra menningarþjóða, sem vér eigum samskipti við. En lítið stoðar að tala fagurlega um menningararf og háleitar hugsjónir, ef ekki er vel séð fyrir forsendum þess, að nokkur menning og nokkurt líf þrífist, en þær eru frelsi þjóðarinnar, heil- brigt stjórnarfar og góð lífsskilyrði í landinu. Þetta er grundvöllur- inn undir fótum vorum, frumskilyrðin sem fullnægja verður. Frelsi höfum vér fengið og teljum það nú sjálfsagt eins og lífsloftið, sem vér öndum að oss. En þó kostaði það langa baráttu, sem sagan greinir frá, og nú og framvegis þarf að hafa fulla gát í þessu efni. Sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar er ævarandi, hefur verið sagt, og það er satt og oss íslendingum er hollt að leggja það á minnið. Stjórnarfar vort, sem deilt er um frá degi til dags, er þó eigi að síður ávöxtur þeirrar þjóðfélagsskipunar, sem vér viljum búa við eins og þær þjóðir allar, sem næst oss eru og skyldastar að menn- ingu og hugsunarhætti, hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. Þetta þjóð- skipulag heimilar hverjum manni að segja opinskátt skoðun sína um þjóðfélagsmál og berjast fyrir henni. Þessu fylgja deilur og átök, sem ekki eru alltaf geðfelld, en þetta er þó það fyrirkomu- lag, sem vér æskjum oss helzt. En aldrei ætti það að gleymast, að frelsið til opinberra deilna um þjóðfélagsmál leggur miklar sið- ferðilegar skyldur á menn, því að það má ekki nota til mann- skemmda og þaðan af síður til skaða fyrir þjóðarhag. Fyrir hon- um verða sérsjónarmið einstaklinga og flokka að víkja. Alþingi er kjarni stjórnarkerfis vors, og það á að vera oss metnaðarmál að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.