Eimreiðin - 01.05.1968, Side 13
R.EÐA FORSETA ÍSLANDS
85
standa vörð um virðingu þess. Alþingi er elzta og sögufrægasta
stofnun þjóðfélags vors. Heiður þess er heiður þjóðarinnar, og frá
því ásamt ríkisstjórninni hljótum vér að vænta forustu um úrlausn
allra miklivægra málefna. Aldrei mun skorta vandamál við að glíma,
hvernig sem árar og hvernig sem markaðir gefast, hvað þá þegar
sérstakir örðugleikar steðja að eins og nú á síðustu tímum. Til
Alþingis, sem þjóðin sjálf hefur kjörið, og þeirrar ríkisstjórnar, sem
er í landinu á hverjum tíma, hlýtur þjóðin að iíta sér til trausts
og halds.
Vér höfum á síðustu áratugum lifað við góð lífskjör hér á landi
og gerum það enn. Á því sviði hefur mikil saga gerzt í minni þeirra
sem enn eru ekki nema á miðjum aldri. Til þessa eru margar orsak-
ir, sem flestar liggja í augum uppi, en augljóslega á dugur og
menntun þjóðarinnar þar mikinn hlut að máli. íslendingar hafa
reynzt þess megnugir að fylgjast með framvindunni, ná valdi á
tækni tímanna og hafa þann metnað að vilja búa við lífskjör, sem
sambærileg séu við það bezta með öðrum þjóðum. Til að ná
þessu marki hefur þjóðin lagt á sig mikla vinnu, og það er sann-
færing mín, að öll stjórnarvöld, sem í landinu hafa verið, hverju
nafni sem nefnast, hafi lagt sig af alhug fram um að greiða fyrir
þessari þróun og efla hana. Markmið vor allra í þessum efnum
er hið sama, þótt deilt sé um króka og keldur á leiðinni að mark-
inu. Ég legg sérstaka áherzlu á þetta og minni ekki hvað sízt hina
ungu gagnrýnu kynslóð á að vanmeta ekki það sem hér hefur
áunnizt, því að áður en varir verður það hún sem tekur við og ber
ábyrgð á hvernig framhaldið verður. En nú, þegar harðnar í ári
um sinn, eins og það hefur oft gert áður, hlýtur það að vera
keppikefli vort umfram allt, að glata ekki því sem vér höfum feng-
ið, heldur standa af oss erfiðleikana með útsjón og fyrirhyggju
og nota hvern möguleika til að efla atvinnuvegi vora til lands og
sjávar. Við þessu verður að snúast af djörfung, samhug og þjóð-
hollustu. Land vort er hart og misgjöfult, en þjóðin er dugmikil
og vakandi og hendurnar vinnufúsar. Því ber að trúa og treysta,
að sú verði gifta vor, að hér verði áframhaldandi þróun til velmeg-
unar og vellíðanar undir samhentri stjórn þeirra forustumanna,
sem þjóðin hefur til þeirra verka kvatt. Ef þessu frumskilyrði tekst
að fullnægja, þá á ísland og sú íslenzka menning, sem ég nefndi
markmið vort að efla, bjarta framtíð fyrir höndum.
Þegar ég mæli þessi orð, veit ég þó vel, að margt er nú ugg-