Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 19
BESSASTAtíllt 91 landi á Djúpavogi, í Grindavík og Vestmannaeyjum, drápu fólk og rændu. Eitt skipanna kom á Seyluna við Bessastaði og strand- aði þar. íslendingar, sem þá voru á Bessastöðum, vildu leggja að skipinu og leysa úr haldi íslenzkt fólk, sem um borð var, en höf- uðsmaðurinn, Holger Rosen- kranz, þorði ekki, og hlaut af mikið ámæli, en ræningjarnir sluppu. Um 1639 kom liingað til lands Henrik Bjælke og varð höfuðs- maður á Bessastöðum og léns- maður. Hann eignaðist hér á landi margar jarðir, varð vellrík- ur og lánaði konungi sínum fé. Árið 1662, í tíð Henriks Bjælkes, urðu hér á landi atburðir, sem lengi var minnzt. Það var í Kópa- vogi mánudaginn 28. jéilí, að Bjælke höfuðsmaður tók hylling- areiða af fulltrúum landsmanna, sem þar rituðu undir hina nýju einveldisskuldbindingu til lianda Friðriki konungi þriðja, arfa- kóngi Islendinga. Ætlunin hafði verið að taka hyllingareiða af mönnum á Bessastöðum, en höf- uðsmaður tafðist á ferð sinni, og stefndi mönnum í Kópavog, en þar voru fyrir danskir hermenn. Eftir eiðtökuna hélt höfuðsmað- ur ágæta veizlu í stóru tjaldi, 9 faðma löngu. Hafði hann þar hljóðfæraslátt mikinn, og var leikið á trómetur, fíól og bumbu, og léku sex trómetarar. Þrjár fallbyssur voru í Kópavogi, og var skotið af þeim, en herskipið á Seylunni svaraði sjkotunum. Um nóttina var skotið flugeld- um, en veizlan stóð lengi nætur. Síðast á 17. öld urðu breyting- ar á skipulagi landsstjórnar á Is- landi. 1683 var settur landfógeti og árið eftir, 1684 stiftamtmaður eða stiftbefalingsmaður og 1688 loks amtmaður. Hið gamla hirð- stjóra- eða lröfuðmannsembætti var lagt niður, en landfógeti og amtmaður hölðu æðstu völd inn- an lands og sátu á Bessastöðum. Fyrstur landfógeta var Kristó- fer Heidemann. Hann var á Bessastöðum 10 ár og lét reisa þar úr timbri framkirkjuna, sem áður hafði verið úr torfi. Þá gerði Heidemann út þilskip og hafði talsverðan bátaútveg, bæði fyrir sjálfan sig og konung. Árið 1766 kom að Bessastöð- um Magnús Gíslason, er orðið hafði amtmaður fyrstur íslenzkra manna. Magnús bjó að Leirá í Borgarfirði fyrstu embættisár sín, en á árunum 1760 til 1765 lét hann reisa Bessastaðastofu, sem enn stendur. Um miðja 18du öld voru á Bessastöðum Skúli fógeti og Bjarni landlæknir Páls- son, sem þar setti fyrstu lvf jabúð sína, 1760, áður en hann fluttist að Nesi við Seltjörn. Á Bessa- stöðum hófst einnig fyrsta ís- lenzka læknisfræðikennslan, er Bjarni Pálsson tók að kenna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.