Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 27

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 27
náttúruvernd í nvtíma þjódfélagi 99 tekið í tæka tíð, og blasa þó sárin enn við. — Surtsey hefur og verið friðlýst og sömuleiðis dropasteinar í hellum landsins, sem illu heilli var farið að mylja niður til muna. Einn síðasti og þó ekki ómerkasti áfanginn á sviði náttúru- verndar og stofnun þjóðgarða eru kaupin á Skaftafelli í Öræfum, sem tókust með rausnarlegri fjárhagsaðstoð alþjóðastofnunar, „World Wild Life Fund“. Sumum kann að virðast það fyrirferðarlítið mál, en að dómi okkar náttúruverndarmanna þó ekki ómerkt, að Náttúruverndar- ráð hefur beitt sér fyrir friðun sjaldgæfra íslenzkra jurta, svo sem burknategunda, glitrósar o. fl. — Þá liefur Geysir í Haukadal verið settur undir sérstaka ríkisvernd, Grýla í Hveradölum nýtur og verndar og að lokum hefur Skógrækt ríkisins afgirt og verndað ýmis helztu skóglendin. Verkefnin. Margt er þó enn í hættu, bæði kvikt og steinrunnin náttúra. Örninn er í yfirvofandi hættu, sennilega ekki nema 60 fullvaxn- ir fuglar og ungar lifandi á síðastliðnu sumri, og taldist þó ávöxt- urinn góður það árið. Örfáar snæuglur í Ódáðahrauni, nokkrir haftirðlar í Grímsey og fálkanum fækkandi. — Útlendingar kvarna niður stjörnusteina í Teigarhorni, merkilegustu zeolítanámu í Evrópu og surtarbrandur kann senn að ganga til þurrðar á Brjáns- læk. — Við veiðivötnin á hálendinu er sumsstaðar rekin ránveiði með þeim furðulega hætti, að fallegur vatnafiskurinn er látinn bggja rotnandi í kösum á vatnsbökkunum. Allt ber Jnetta að einum brunni. Það Jrarf nýja náttúruverndar- löggjöf á íslandi og það þarf sterkt almenningsálit henni til stuðn- ings. Náttúruverndarinnar bíða mörg og vaxandi verkefni, því að á síðustu áratugum hefur vinnudagurinn stytzt, frídögum fjölgað og af eðlilegum ástæðum sækja bæjarbúarnir meira út í náttúruna. Áður var vinnuvikan 60—70 klukkustundir, en nú er hún sums- staðar aðeins 40—45 stundir og þriðji hver dagur ársins frídagur. Bætt lífskjör og aukinn farkostur gera og almenningi frídagana auðvelda til ferðalaga. — Byggðin á eftir að Jréttast og fólkinu að fjölga. Mannvirkjagerðin eykst, fleiri vatnsvirkjanir, vegir og flug- vellir, hafnarmannvirki á nýjum stöðum. Öllu þessu fylgir mikil efnistaka og jarðrask. \h'st eru Jretta flest nauðsynjaframkvæmdir,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.