Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 33

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 33
KLUTURINN Eftir S. Y. Agnon. Bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir árið 1966 hlaut ísraelski rithöfundurinn Sam- uel Yosef Agnon að hálfu á móti Nelly Sachs, sem einnig er Gyðingur. Agnon fæddist árið 1888 í Buczacz í Galisíu. Tvítugur að aldri lagði hann leið sína til Palestínu og dvaldist þar um hríð, en sneri aftur til Evrópu árið 1912. Eftir það bjó hann lengst af í Þýzkalandi, unz hann fluttist aftur til Landsins Helga ár- ið 1924. Upp írá því hefur hann átt heima í Jerúsalem. Hann er eitt helzta sagnaskáld hebreskt síðari tíma, og hefur ritsafn hans. m. a. verið gefið út i tólf bindun. Er þar að finna þrjár stór- ar skáldsögur, sem eru Brúðarsængin, Næturgestur og Liðnir dagar, auk þess rúmlega hundruð smærri sögur og greinasafn. Hafa ýms af ritverkum Agn- ons verið þýdd og gefin út á sextán tungumálum. I. Faðir minn sálugi gerði sér árlega ferð á markaðinn í Lescho- witz til að verzla. Leschowitz er lítill bær og hefur ekkert til að bera fram yfir önnur þorp í landinu, nenra einu sinni á ári, þegar kaupahéðnar frá öllum liornunr heims koma þar saman og fal- bjóða vörur sínar á götunr úti, og allir, senr eitthvað þurfa að kaupa, verzla við þá. Hér áður, fyrir tveim til þrem mannsöldrum, mættu hér yfir eitt lrundrað þúsundir nranna, og jafnvel enn í dag, þegar allt er á niðurleið í Leschowitz, safnast hingað fólk hvaðanæva úr landinu. Sá kaupmaður er ekki til í allri Galisíu, að lrann eigi sér ekki búð í Lesclrowitz yfir markaðsdagana.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.