Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 34
106 EIMREIÐIN II. Okkur fannst vikan, sem pabbi var á markaðinum, áþekkust vik- unni sem Tisha b’Av er í. En það er föstu-dagur til minningar um eyðileggingu musterisins. Þá sást aldrei votta fyrir brosi á vörum móður minnar, og jafnvel börnin þorðu ekki að hlæja. Móðir mín sáluga eldaði mat úr mjólk og grænmeti og fleiru, sem börnum þykir gott. Ef við vorum óþæg, sá hún í gegnum fingur við okkur. Ávítaði okkur ekki einu sinni fyrir ýmislegt, sem við vorum annars flengd fyrir. Oft og mörgum sinnum fann ég hana við gluggann með tárvot augu. Hvers vegna sat mamma við gluggann? Hún, friður sé með minn- ingu hennar, hafði aldrei skipt sér af athöfnum ókunnugs fólks, kærði sig jafnvel ekki um að hlusta á það, sem grannkonur henn- ar voru að segja frá. Hitt hafði hún fyrir sið, frá því er faðir minn fór á markaðinn í I.eschwitz hið fyrsta sinn — að standa við glugg- ann og stara fram undan sér. Árið, sent pabbi fór til Leschowitz í fyrsta skipti, stóð mamma við gluggann. Allt í einu æpti lnin hástöfum: „Þeir kyrkja hann.“ „Hvað ertu að segja?“ var einhver sem spurði hana. Hún svaraði: „Ég sé ræningja halda um hálsinn á honum.“ Ekki hafði hún fyrr mælt þessi orð, en hún hneig í ómegin. Sent var eftir föður mínum, og fannst liann þá máttvana, því á sömu stund og leið yfir móður mína, hafði verið ráðizt á hann í því skyni að ræna liann peningunum og hann tekinn kverkataki. Það var kraftaverk, að honum skyldi verða bjargað. Síðan las ég í Harmagráti Jeremíasar: „. . .svo sem ekkja“, en það útleggur Slomo Jitzchaki rabbí: „svo sem kona, er maður henn- ar ferðast frá um langa vegu, og hyggst hverfa aftur til hennar." Þá sá ég móður mína sálugu fyrir mér, þar sem hún sat við glugg- ann með tárvotar kinnar. III. Allan tímann, sem pabbi var í Leschowitz, svaf ég í rúmi hans. Þegar eftir kvöldbænarlestur háttaði ég, teygði úr mér í langa rúminu hans og dró ábreiðuna upp að eyrum, en lagði við hlustir að venju. Því ef ég heyrði lúðurhljóm Messíasar, varð ég að fara á fætur. Ég liafði miklar mætur á Messíasi konungi. Oft og mörg- um sinnum útmálaði ég með sjálfum mér og hló að hugsuninni um hvílíka furðu það myndi vekja á jarðríki, þegar Messías birtist,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.