Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 36

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 36
108 EIMREIÐIN Allt í einu kom vindkviða og ég léll niður á tjallið. Fjallið tók að lirynja sundur og mér fannst ég ætla að rifna með því. Ég vildi hljóða, en hljóðaði ekki, því ég var hræddur um, að fuglarnir óhreinu kæmu og rifu úr mér tunguna, ef ég opnaði munninn. Þá kom pabbi, vafði mig í bænasjal sitt og lagði mig í rúmið. Ég opnaði augun til að sjá frarnan í hann, og sá þá að kominn var dagur. Þá vissi ég, að Drottinn hafði tekið einn dag til viðbótar frá nóttum markaðsins. Ég greip snúruna mína og batt á hana nýjan hnút. V. Hvert sinn er pabbi kom heim af markaðinum, færði hann okkur ýmsar gjafir. Einkar greindur var faðir minn, vissi vel, livers við óskuðum okkur og gaf okkur það. Má vera, að herra draumsins liafi sagt honum frá því, er hann hafði sýnt okkur, og því hafi pabbi fært okkur það. Ekki hélzt okkur lengi á öllum gjöfunum. Svo er með alla hluti í heimi hér, sem ekki lifa að eilífu. Jafnvel bænabókin mín fallega, bana hafði ég opnað og spurt ráða um allt, sem ég ætti að gera, þangað til ekki var annað eftir af henni, en nokknr laus og rifin blöð. Ein var þó sú gjöf, sem pabbi gaf mömmu, er entist í mörg ár. Og jafnvel eftir að hún var glötuð, hvarf hún ekki úr lmga mér. Ennþá hugsa ég til hennar, eins og hún væri vís. VI. Faðir minn kom heim af markaðinum að áliðnum föstudegi, og börnin höfðu leyfi úr skóla. Þetta mega börn ekki heyra: Þessar stundir fyrir sabbatsdag voru okkur kærari en allir vikudagar aðrir. Því alla daga vikunnar situr barn yfir bókum sínum og augu þess og hjarta heyra Jdví ekki til. Ef Jrað lítur upp úr bókinni, fær Jrað löðrung. Að áliðnum föstudegi fær Jrað lausn. Þótt það svo geri Jíá hvað sem hugur girnist, kemur enginn í veg fyrir það. Hefði enginn miðdegisverður verið, var heimurinn eins og hreinasta paradís. En mamma hafði kallað mig til snæðings, og ég gat ekki fengið af mér að neita Jdví. Meðan við vorum að borða, brá litla systir mín liönd að eyra og beygði sig hlustandi fram yfir borðið. „Hvað ertu að gera?“ spurði mamma.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.