Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 37
klúturinn 109 „Ég er að hlusta.“ Mamma hélt áfram: „Dóttir mín, eftir hverju hlustar þú?“ Þá fór hún að klappa saman lófunum og syngja: „Pabbi er að koma! Pabbi er að koma!“ Ekki leið á löngu, unz skrölt heyrðist í vagnhjólum, fyrst dauft en síðar hærra. Við þustum á fætur, fleygðum skeiðunum frá okkur, skildum skálarnar eftir á borðinu og hlupum út til að taka á móti pabba, sem var að koma af markaðinum. Meira að segja lagði rnóðir okkar sáluga frá sér skeiðina og stóð með hendur að hjarta sér, þangað til pabbi kom inn. En hvað hann pabbi var stór þennan dag! Ég hafði alltaf vitað, að faðir minn var hærri en allir aðrir feður, en hafði þó á tilfinn- ingunni, að til væri annað, sem var hærra en hann — eirhjálmur- inn, sem hékk neðan í stofuloftinu okkar. í dag var hann jafnvel lægri. Allt í einu laut pabbi niður, og þrýsti mér að brjósti sér, kyssti ntig á munninn og spurði: „Hvað hefurðu verið að læra?“ Var það mögulegt, að pabbi Jrekkti ekki texta vikunnar? Nei, hann spurði bara til að segja eitthvað við mig. Ég náði ekki að svara, því nú tók liann bróður minn og systurnar upp og kyssti þau. Þegar ég nú litast um í heiminum og leitast við að finna eitt- hvað, sem líkst gæti myndinni af föður mínum sáluga, sem hann stóð þarna með litlu börnin sín, nýkominn heim úr langferð, þá leiði ég augun margar myndir, hverja annarri fegurri og eina dásamlegri en aðra. Þó finn ég enga jafn fagra og þessa. Mætti okkur vera unnað þeirra ástúðar, er föður mínum var gefin, hverja stund og hvenær sem við föðmum okkar eigin börn, og mætti sú sæla, er umvafði okkur, einnig umlykja afkomendur vora allar stundir. VIL Ökumaðurinn kom inn með tvær ferðaskrínur, aðra stóra og hina hvorki stóra né litla. Pabbi horfði á okkur með öðru auganu °g á minni skrínuna með hinu, og svo var sem skrínan hefði einnig fengið augu og brosti til okkar. Pabbi tók lyklakippuna upp úr vasa sínum og sagði: „Við skul- 11 nt opna skrínuna og ná í bænasjal og bönd!“ Honum var ekki alvara, Jrví á föstudagskvöld er ekkert með bænabönd að gera. Og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.