Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 51
1‘ÆTTIR ÚR SÖGU ÍRLANDS
123
Frn Suður-írlandi i núlagð Cork.
þeir létu mennina klófesta sig
þannig. En menn gátu liaft mynd-
ir skornar í tré af goðunum í hofi
eða livar sem var og það gerðu Asa-
trúarmenn eins og kristnir menn
gera á sinn hátt enn í dag í sínum
hofum eða kirkjum. Kristnir menn,
sem krjúpa í kirkju fyrir mynd af
Maríu mey eða sjálfum Jesú Kristi,
eru ekki kallaðir málverkadýrk-
endur, enda væri það rangt, eins
og orðið skurðgoðadýrkendur er
ranglega haft um Ásatrúarmenn.
Fólkið hefur ekki trúað á myndir,
heldur á guði, sem á bak við stóðu
og gátu verið víðsfjarri og nærri
á sama augnabliki.
Allt tímabilið á 8., 9. og 10. öld
er stundum kallað Víkingaöld. Þá
var það mikill atvinnuvegur Norð-
urlandabúa að fara í víking. Svíar
herjuðu þá í Austurveg, aðallega
um Rússland og síðan suður um
lönd, allt til Miklagarðs. Danir
lierjuðu í suðurátt um baltisku
löndin, og sigldu um Norðursjó
og herjuðu á báða bóga um strend-
ur Niðurlanda og á austurströnd
Englands. Norðmenn herjuðu í
Vesturveg um Hjaltland og Orkn-
eyjar, vesturströnd Skotlands og
sigldu síðan til írlands. Einhver
hin mesta plága, sem yfir írland
hefur gengið, var koma Jjessara vá-
gesta. Árið 837 eru talin 60 norsk
víkingaskip á ánni Liffey í Dýflinni
(Dublin) og önnur 60 á ánni Boyne
skammt norður af Dublin. Og á
ánni Shannon, sem fellur til vest-
urs út á Atlantshaf, voru þá einnig
víkingaskip. Á þessum skipum
komust víkingar langt inn í landið
og allt að miðju þess, gerðu skyndi-
árásir á báða bóga til víga og rána,