Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 61

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 61
SKUGGA-Sl'EINAR 133 Smásaga eftir Dag Þorleifsson stjórnar hreyfingum manna og fyrirætlunum án þess þeir viti sjálfir. Inná þennan pöltb komu allir; inná Duke of Richmond, sem var skannnt frá við Earls Court Road, sáust hinsvegar aldrei negrar og varla Indverjar. Ekki svo að skilja að neinn hannaði þeim að koma inn; ekk- ert skilti með no coloured eða útkastari með tarfsvíra og illa hamið æði í óveðursbláum aug- um, en þeir komu bara ekki þangað. Inná þeim pöbbnum sem hér urn ræðir ægði á hinn bóginn öllu saman og gerir trúlega enn: Lundúnabúum jafnt úr West og East End, öðrum Bretuni frá öll- um hugsanlegum skírum og kántíum, námsfólki og gæfu- freisturum frá líklegum löndum sem ólíklegum, hvítum mönn- um, gulum, svörtum, bláum, brúnum og gráum, bóhemum, sumarhúsabjörtum (þeir eru til- tölulega fjölmennastir í millj- ónaborgum og á útkjálkum), túristum, jafnvel rónum og kven fólki. Önnur stúlkan, sem skrúf- aði hér frá bjórkrönunum var tröll að vexti, ítalskt merhryssi í stíl við Soffíu Lóren; hún var gulltennt og með augu þrútin af köldum losta, líktog væri hún sí- timbruð. Skáld frá einu Norður- landanna sem hér hélt til um tíma lagði á hana platónska ást og færði henni að gjöf handrit að óprentaðri ljóðabók, og borg- aði kunningja sínum áströlsk- um, sem las enskar bókmenntir í Cambridge, 30 £ fyrir að hjálpa sér við að enskjtýða óðinn, en stúlkan sem skrúfaði frá kran- anum var ekki læs á neitt manns- mál. Nýi gesturinn ekkjunnar Ríad skar því síður en svo úr hérna og ég hefði varla tekið eftir honum ef ekki hefði hitt átt sér stað að við ris jiessa dags höfðum við étið beikon og egg í sama k jallara. Við vorum komn- ir með sinnhvorn pintinn af lag- er og sestir nálægt því Iiorninu, sem fjærst var barborðinu. Þar sátu venjulega í hvirfing negrar og múlattar frá þessháttar kot- rössum samveldisins, sem fáir vita að til séu nema þeir hafi landfræðimaníu: Gvæana, Tríni- dad, Jamaíka, Máritíus. Það kom yfir mann undarleg tilfinn- ing, alltaðjDví myrkfælni, þegar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.