Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 64
136
EIMREWIN
komnir af Kain, sagði hann.
Þessvegna eru þeir fordæmdir,
hvernig sem þeir fara að.
Aumingjarnir, varð mér að
oiði.
Þeir eru ekki Bandarfkja-
menn Jressir, hélt hann áfram.
Bandarískir negrar ern geðlaus-
ar þrælasálir, Uncle Torns. Þess-
ir eru frá Vestur-Indíum. Það
er allt annað stoff í Jreim.
Frumskógajrefurinn hefur hald-
ist við í nösum þeirra á Jressum
heitu eyjum þar senr þeir brugga
rommið, Jreir eru barnamorð-
ingjar og galdramenn. Allir
hörðustu rnenn negra nútildags
eru frá Trínidad eða einhverri
annarri eyju þar, Stokeley Car-
michael, Malcolm X, Michael
X . . .
Sem betur fer táknar X ó-
Jrekkta stærð, sagði ég. Og viltu
kannski meina að þeim kippi
meira í kynið til Kains en hin-
um.
Þeir gæta ekki bróður síns,
sagði hann. Þeir drepa hann við
fyrstu hentugleika, án ójrarfrar
tillitssemi við guð eða djöful.
Hvað hafa Jreir að óttast. For-
dæmdir hvorteðer.
Hann var farinn að tala
frönsku við Máritinginn Jregar
ég gekk heim skömrnu síðar. Það
var volg gola jnettuð þef af
regni og sóti sem ríslaði sér af
varfærni í gulnuðu laufinu í
Lexham Gardens; trén sem
stóðu í röð meðfram Jressari fá-
förnu akbraut voru þegar næst-
um nakin, þótt enn væri langt
til hausts. Það var slíkt niða-
myrkur í ganginum eftir að ég
hafði lokað á eftir mér útidyra-
hurðinni að mér birti íyrir aug-
um við að leggja Jrau aftur;
hundur ekkjunnar urraði niðrí
kjallaraganginum en Jragnaði
þegar ég hafði Jrreifað mig áfram
að slökkvaranum og kveikt.
Þetta var skoskur terríer, hjól-
beinóttur á bæði fram- og aftur-
löppum, andstyggilegt kvikindi
með hvítar brúskabrúnir einsog
Jrýskt jústisráð á keisaratímun-
um. Einsog flestir rakkar af lians
standi var hann hrokafullur og
uppáþrengjandi og umgekkst
gestina með þamrig látbragði að
ekkert væri honum kærara en
mega bíta þá í kálfana. Ég
minntist ég þess nú að hafa lieyrt
hann gelta um morguninn, þeg-
ar Svíinn haltraði frarn eftir
morgunverð. Annars aldrei.
Það var heitt í herberginu hjá
mér og ég dró gluggann upp og
tók ofanaf ritvélinni; ætlaði að
skrifa heirn áður en ég færi í
háttinn. Nóttin var alveg þögul
og gott ef ekki stjörnubjört;
Jretta hefði Jressvegna allteins
getað verið í einhverju sveita-
Jrorpi vestur í Wiltshire. Útum
glugga á næsta stigagangi til
hægri barst bítilglamur og há-
vaði í kvenfólki; ég hafði hug-