Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 65
SK UGGA -SVEIá'A R 137 mynd um að þar byggju tvær ástralskar. Eg sá útum gluggann hvar tveir unglingar gengu frarn- úr skuggunum meðfram húsa- röðinni, líklega frá dyrum þess sarna gangs. Annar þeirra hágrét með þungum ekkasogum sem rykktu sundur einhverjum setn- ingum sem hann var að reyna að segja; hinn hélt um herðar hon- um huggandi. Þeir gengu úteftir stéttinrii í áttina að Earls Court Road. Eg varð fyrstur niður í mat um morguninn, en á hæla mér tíndust inn aðrir kostgangarar: Egyptarnir (þeir gættu þess vand- lega að nefna föðurland sitt ekki öðru nafni en skammstöfuninni UAR, United Arab Republic) linakkakertir með handapati og stareygir einsog graðhestar, ung- ir námsmenn indverskir af tignu kasti, limamjúkir með dádýrs- augu og heitan nánast litlausan dökkva í húðinni, kínverskur kvenmaður sem var læknir, eld- gamall Engilsaxi í stuttbuxum og með þurrt Chamberlain-and- lit, jafnvel einn Ungverji eða eitthvað í þá veru. Og loks Sví- inn minn, hann Holmgren. Hann tók sér sæti hjá mér og við hóf- umst handa við eggin og beikon- ið, sem Múhameðingarnir mötu- nautar okkar neituðu sér um af elsku við þennan flogaveika spá- mann sinn. Raunar voru þessi hlunnindi sem við Holmgren nutum Jrannig útá kristindóm- inn hæpin, því fleskið var oftast nær of harðsteikt og jafnvel egg- in líka. Um matreiðsluna sá að jafnaði dóttir frú Ríad, varla tví- tug, næstum þriggja álna beina- sleggja með langt kynleysisandlit. Á Jrví leikur enginn vafi að mat- argerð kvenna stendur í nánu sambandi við sköpulag þeirra og hvatalíf. Séu Jrær mjúkvaxnar munúðlegar og eilítið slappar í andliti, þá verða eggin frá þeim lungamjúkar, ferskilmandi flög- ur og feitin drýpur úr fleskinu. Sjálf náði húsfrúin álíka hátt uppávið og dóttirin, en hafði margfalt meira hold á beinun- um; þeldökk bæjersk brúnhild- ur með dínaranef. Það var líka í augum hennar þessi einbeitti logi, sem oftséður er hjá brún- eygðu fólki Jrýsku og stundum hefur verið virkjaður til ótrúleg- ustu hluta. Fyrir utan dótturina hélt hún tvær þjónustupíur, sem tóku til í herbergjunum. Önnur var spænsk,frá Kastilíu einhvers- staðar, bláeyg og brúnhærð (það er djöfuls rugl að Spánverjar líti almennt út einsog einhverjir ótíndir bastarðar og sjóræningj- ar úr Alsír eða Máritaníu, við ættum að muna betur eftir Got- um og Keltíberum) með þung brjóst; hún var til allrar ólukku rekin eftir að hafa verið staðin að því að sofa hjá Ungverjanum. Hin þjónustustúlkan kærði hana

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.