Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 65
SK UGGA -SVEIá'A R 137 mynd um að þar byggju tvær ástralskar. Eg sá útum gluggann hvar tveir unglingar gengu frarn- úr skuggunum meðfram húsa- röðinni, líklega frá dyrum þess sarna gangs. Annar þeirra hágrét með þungum ekkasogum sem rykktu sundur einhverjum setn- ingum sem hann var að reyna að segja; hinn hélt um herðar hon- um huggandi. Þeir gengu úteftir stéttinrii í áttina að Earls Court Road. Eg varð fyrstur niður í mat um morguninn, en á hæla mér tíndust inn aðrir kostgangarar: Egyptarnir (þeir gættu þess vand- lega að nefna föðurland sitt ekki öðru nafni en skammstöfuninni UAR, United Arab Republic) linakkakertir með handapati og stareygir einsog graðhestar, ung- ir námsmenn indverskir af tignu kasti, limamjúkir með dádýrs- augu og heitan nánast litlausan dökkva í húðinni, kínverskur kvenmaður sem var læknir, eld- gamall Engilsaxi í stuttbuxum og með þurrt Chamberlain-and- lit, jafnvel einn Ungverji eða eitthvað í þá veru. Og loks Sví- inn minn, hann Holmgren. Hann tók sér sæti hjá mér og við hóf- umst handa við eggin og beikon- ið, sem Múhameðingarnir mötu- nautar okkar neituðu sér um af elsku við þennan flogaveika spá- mann sinn. Raunar voru þessi hlunnindi sem við Holmgren nutum Jrannig útá kristindóm- inn hæpin, því fleskið var oftast nær of harðsteikt og jafnvel egg- in líka. Um matreiðsluna sá að jafnaði dóttir frú Ríad, varla tví- tug, næstum þriggja álna beina- sleggja með langt kynleysisandlit. Á Jrví leikur enginn vafi að mat- argerð kvenna stendur í nánu sambandi við sköpulag þeirra og hvatalíf. Séu Jrær mjúkvaxnar munúðlegar og eilítið slappar í andliti, þá verða eggin frá þeim lungamjúkar, ferskilmandi flög- ur og feitin drýpur úr fleskinu. Sjálf náði húsfrúin álíka hátt uppávið og dóttirin, en hafði margfalt meira hold á beinun- um; þeldökk bæjersk brúnhild- ur með dínaranef. Það var líka í augum hennar þessi einbeitti logi, sem oftséður er hjá brún- eygðu fólki Jrýsku og stundum hefur verið virkjaður til ótrúleg- ustu hluta. Fyrir utan dótturina hélt hún tvær þjónustupíur, sem tóku til í herbergjunum. Önnur var spænsk,frá Kastilíu einhvers- staðar, bláeyg og brúnhærð (það er djöfuls rugl að Spánverjar líti almennt út einsog einhverjir ótíndir bastarðar og sjóræningj- ar úr Alsír eða Máritaníu, við ættum að muna betur eftir Got- um og Keltíberum) með þung brjóst; hún var til allrar ólukku rekin eftir að hafa verið staðin að því að sofa hjá Ungverjanum. Hin þjónustustúlkan kærði hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.