Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 68
140 EIMREIÐIN þetta á pöbbnum, bætti hann við. Hví skyldu þeir fordæmdu gæta bræðra sinna, hélt hann áfram og færðist allur í aukana þegar ég lagði ekkert til málanna. Og hversvegna í djöfuls nafni skyldi einhver vera fordæmdur, sagði ég tungulatur. Sumir eru fæddir það, sagði hann og drakk niðrí hálft glas án þess að gretta sig. Hann varð unglegri þegar alkóhólið sveif á hann; það slaknaði á andlits- dráttunum. Sumir eru það og verða hvern- ig sem þeir láta, sagði hann. Það þvær enginn af sér hörundslit- inn, og það breytir því enginn að hann er fæddur í hjáleigu norðrí Vesturbotni þar sem krakkarnir eru tólf í kotinu en kýrin ekki nema ein; það segir sig sjálft að það lengsta sem Jressir tólf krakk- ar geta hugsað sér er að verða nógu sterkir tilað geta haldið á öxi eða í hæsta lagi að komast á sjóinn og verða ævintýrahetjur í slagarastíl: Se svarta Rudolf dans- ar. Það ekki svo mikið sem hvarflar að þeim að þeir megi nokkru sinni vera að því að rétta nógu mikið úr sér frá þrældómn- um tilað sjá stjörnurnar. Svo þeg- ar þeim er alltíeinu sagt að þeir megi eiga heiminn ef þeir taki að sér að verða stríðshetjur í nokkra mánuði, nú hversvegna þá ekki. Þeir falla kannski, en skyldi það vera nokkuð verra en kremjast undir fallinni eik eða veslast upp af malaríu í ein- hverju skítapleisi í hitabeltinu. Og þótt þeir tapi stríðinu, kom- ast þeir hvorteðer ekki neðar en þeir upphaflega voru. Nema hvað hugsast getur að einhver kræki úr þeim auga eða pikki prjóni í eyrað á Jreim, sagði ég og opnaði annan bjór. Það var enginn prjónn, sagði hann og brást við svo hart sem hefði ég sjálfur stungið hann. Það var sænskt stál. Hann seildist niðrí opna tösku og kippti upp kuta, einum af þessum sem algengt er að sjá hjá norrænum sjómönnum, sem nota Jdú jafnt tilað slægja fisk og rispa hver annan þegar svoleiðis kemur anuppá. Hann skyggði á birtuna frá glugganum og var uggvænlega stór og svartur þar sem hann stóð fyrir framan mig og gældi við kutann, líktog hann ætlaðist tilað ég bæðist afsökun- ar á að liafa kallað þetta áhald prjón. Svo fór hann að Jrvaðra um vistina í SS-Wiking, það var ekki svo slæmt meðan það varði vildi hann meina, æfingarnar og allt það, þangað til allt fór til fjandans við Stalíngrað. Við óð- um ryk og leðju og snjó í hné langleiðina austurað Volgu, sagði hann, krímóttir í framan af steik- ingshita, dofnir af brunagaddi. Reykjarbólstrarnir frá brenndu þorpunum vísuðu okkur veginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.