Eimreiðin - 01.05.1968, Page 71
SKUGGA-S VEINA R
143
öðruvísi en vant er að vera með
þessi lög.
Sá halti skorpni þvaðraði eitt-
hvað um undanhaldsþvæling og
bardaga í Ukraínu, þar sem her-
sveitin hans fékk sinn mæli full-
an og skekinn; gott ef hann synti
ekki yfir Dnépur. Svo var hann
alltíeinu kominn með mig á
heitu sumarkvöldi inní þorp, sem
þeir höfðu rekið íbúana rir og
búist þar um sjálfir, voru víst of
þreyttir tilað drepa þá. En þá
komu Kósakkarnir einsog and-
skotinn úr sauðarleggnum. Það
var allt því að kenna að Rúmen-
ar voru á verði og þeim var
illa við okkur, sagði þessi lang-
hrakti viðarhöggsmaður úr Vest-
urbotni; alltaf skal allt þurfa að
vera einhverjum sérstökum að
kenna þótt oftast sé engum og
öllum um að kenna. Og heldur
svo fram sögunni af sögumanni
og sadistanum vini hans sem safn-
aði íkonum:
Við höfðum sofnað útundir
vegg hunduppgefnir og vöknuð-
unr við að allt var í fullum gangi,
bataljónin búin að vera ett tvá
tre, höfuð- og handalaus, ég tók
þann kostinn að leika lík. En
Fritz frá Kiel, hann stóð þarna
og horfði á með velviljuðum
áhuga einsog það væri okkar fólk
sem væri að athafna sig. Hann
bar ekki við að skjóta, eða fela
sig og flýja, gefast upp, ekki neitt.
Svo kom einn dólgurinn yfir
liann með bjúgbredduna, þetta
blakkskyggða stál sem nú var
slegið purpuraroða og einstaka
beinflísar loddu við eggina, jaki
með grjótkjálka og ísgrá augu.
Og Fritz stóð bara þarna og starði
uppá hann, líktog hann ætti von
á áríðandi skilaboðum með hon-
um, hrukkaði ennið lítillega
spyrjandi einsog hálfhissa á
þessum æðisgangi. En þeir sem
voru miklu meira hissa voru
ést 05 Kósakkinn. Hann snar-
stöðvaði bikkjuna og gargaði
eitthvað sem hljómaði líkt spurn-
ingu, en fleira gerðist ekki í
bráðina af hans hálfu. Fritz hafði
ekki fyrir því að færa sig um fet,
virtist ekki sjá bredduna yfir
höfði sér, og þeir horfðust stöð-
ugt í augu, fyrst hálfforviða en
síðan einsog þeir væru að rýna
ofaní djúpa holu — eða spegil.
Þannig stóðu þeir óralengi, tíu
sekúndur, klukkutíma, ekki veit
ég, nema hvað ég ákvað að hætta
við að vera dauður smástund, ég
er vanur að hitta með honum
hérna, og að þessu sinni skutlaði
ég honum mikið laglega innum
það eyra barbarans á hrossinu,
sem að mér sneri, og sænska stál-
ið beit á Rússann einsog fyrri
daginn. Því fór betur að félagar
hans voru of niðursokknir í sitt
handverk tilað veita þessu smá-
atviki athygli, og í næstu andrá
var allt búið og þeir þvengriðnir
á brott í moldroki, öll bataljónin