Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 71
SKUGGA-S VEINA R 143 öðruvísi en vant er að vera með þessi lög. Sá halti skorpni þvaðraði eitt- hvað um undanhaldsþvæling og bardaga í Ukraínu, þar sem her- sveitin hans fékk sinn mæli full- an og skekinn; gott ef hann synti ekki yfir Dnépur. Svo var hann alltíeinu kominn með mig á heitu sumarkvöldi inní þorp, sem þeir höfðu rekið íbúana rir og búist þar um sjálfir, voru víst of þreyttir tilað drepa þá. En þá komu Kósakkarnir einsog and- skotinn úr sauðarleggnum. Það var allt því að kenna að Rúmen- ar voru á verði og þeim var illa við okkur, sagði þessi lang- hrakti viðarhöggsmaður úr Vest- urbotni; alltaf skal allt þurfa að vera einhverjum sérstökum að kenna þótt oftast sé engum og öllum um að kenna. Og heldur svo fram sögunni af sögumanni og sadistanum vini hans sem safn- aði íkonum: Við höfðum sofnað útundir vegg hunduppgefnir og vöknuð- unr við að allt var í fullum gangi, bataljónin búin að vera ett tvá tre, höfuð- og handalaus, ég tók þann kostinn að leika lík. En Fritz frá Kiel, hann stóð þarna og horfði á með velviljuðum áhuga einsog það væri okkar fólk sem væri að athafna sig. Hann bar ekki við að skjóta, eða fela sig og flýja, gefast upp, ekki neitt. Svo kom einn dólgurinn yfir liann með bjúgbredduna, þetta blakkskyggða stál sem nú var slegið purpuraroða og einstaka beinflísar loddu við eggina, jaki með grjótkjálka og ísgrá augu. Og Fritz stóð bara þarna og starði uppá hann, líktog hann ætti von á áríðandi skilaboðum með hon- um, hrukkaði ennið lítillega spyrjandi einsog hálfhissa á þessum æðisgangi. En þeir sem voru miklu meira hissa voru ést 05 Kósakkinn. Hann snar- stöðvaði bikkjuna og gargaði eitthvað sem hljómaði líkt spurn- ingu, en fleira gerðist ekki í bráðina af hans hálfu. Fritz hafði ekki fyrir því að færa sig um fet, virtist ekki sjá bredduna yfir höfði sér, og þeir horfðust stöð- ugt í augu, fyrst hálfforviða en síðan einsog þeir væru að rýna ofaní djúpa holu — eða spegil. Þannig stóðu þeir óralengi, tíu sekúndur, klukkutíma, ekki veit ég, nema hvað ég ákvað að hætta við að vera dauður smástund, ég er vanur að hitta með honum hérna, og að þessu sinni skutlaði ég honum mikið laglega innum það eyra barbarans á hrossinu, sem að mér sneri, og sænska stál- ið beit á Rússann einsog fyrri daginn. Því fór betur að félagar hans voru of niðursokknir í sitt handverk tilað veita þessu smá- atviki athygli, og í næstu andrá var allt búið og þeir þvengriðnir á brott í moldroki, öll bataljónin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.