Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 80

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 80
Rithöfundafélag Svíþjóðar 7 5 ára Rithöfundafélag Svíþjóðar hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í Stokkhólmi 9. júní síðastliðinn. Afmælishátíðin tók við af fundi Norræna rithöfundaráðsins, sem haldinn var í Hásselbyhöll dagana 7.-8. júní. Fulltrúar Rithöfundasambands íslands á fundinum voru formaður og varaformaður sambandsins, Stefán Júlíusson og Björn Th. Björnsson. Voru þeir einnig boðnir til afmælishátíðar- innar. Um miðjan dag á sunnudag 9. júní var móttaka félagsins í ráð- liúsi borgarinnar. Þar bárust félaginu margar og merkar gjafir, og voru flutt við það tækifæri fjöldi ávarpa og heillaóska. Af gjöfum má nefna, að Útgefendafélag Svíþjóðar gaf félaginn 5 góða utan- fararstyrki til ráðstöfunar á árinu. Um kvöldið var veglegur afmælisfagnaður í viðhafnarsal ráð- liússins. Hélt Stokkhólmsborg félaginu veizluna og bauð til hennar um 500 manns. Við móttökuathöfn félagsins á sunnudaginn afhenti formaður Rithöfundasambandsins, Stefán Júlíusson, Rithöfunda- félagi Svíþjóðar gjöf frá sambandinu og flutti við það tækifæri þessi ávarpsorð: Herra formaður Rithöfundafélags Svíþjóðar. Heiðruðu gestir. Mér er það sérstakt gleðiefni og sönn ánægja að koma hér fram á þessum hátíðisdegi og færa Rithöfundafélagi Svíþjóðar beztu kveðjur og árnaðaróskir frá íslandi, og þá sérstaklega frá íslenzkum rithöfundum og samtökum þeirra, Rithöfundasambandi íslands. Islenzkar bókmenntir hafa löngum verið mikils metnar í Sví- þjóð, bæði að fornu og nýju, og er það fagnaðarefni að geta minnt á þetta hér í dag. Sænskir nútímahöfundar telja sig liafa lært af íslenzkum fornbókmenntum, og Svíar hafa gert íslenzkar nútíma- bókmenntir frægar á síðustu áratugum. Mikið hefur verið þýtt á íslenzku af sænskum bókmenntum á þessari öld, og sænskra áhrifa gætir í íslenzkum bókmenntum síðustu ára. Bókmenntakynnin eru því gagnkvæm. Kynni okkar íslenzkra rithöfunda af samtökum sænskra rithöf-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.