Eimreiðin - 01.05.1968, Side 85
ritsjá
157
útgáfn í Winnipegborg, skáldskap
vestur-íslenzkra skálda og skáldunum
sjálfum. Upp úr þeim kynnum spratt
aðdáun lians og áhugi á íslenzkum
bókmenntum, er síðar bar fagurlegan
ávöxt í ritgerðum lians um þær og
vestur-íslenzk skáld og í ljóðaþýðing-
um hans úr íslenzkum skáldskap, sem
prentaðar eru í bókum lians og tíma-
ritum víðs vegar. Hið stóra og merka
jjýðingasafn hans, The North Americ-
an liook of Icelandic Verse (New York
1930), er algerlega helgað íslenzkum
skáldum að fornu og nýju.
Kynni dr. Kirkconnell af öðrum
þjóðbrotum í Winnipeg og bók-
menntastarfsemi þeirra varð til þess,
að hann tók ástfóstri við skáld þeirra
og skáldskap, og hefur snúið á ensku
sæg kvæða úr málum hinna ýmsu þjóð-
flokka í Kanada. Helur ltann með
þeim hætti gerzt árvakur og einstæð-
ur málsvari þeirra og túlkur bók-
mennta þeirra og menningar á kanad-
iskum vettvangi, og jafnframt með
þýðingum sínum opnað enskumælandi
lesendum nýja bókmenntaheima og
lagt mikinn og merkilegan skerf til
kanadiskra bókmennta.
Hefur hann í þakkar- og vírðingar-
skyni fyrir þessa þýðingarmiklu og víð-
tæku bókmenntastarfsemi sína lilotið
mikinn fjölda heiðursviðurkenninga
frá ríkisstjórnum, háskólum, bók-
menntafélögum og öðrum menningar-
stofnunum austan hafs og vestan. ís-
lendingar beggja megin hafsins hafa
með ýmsum hætti sýnt honum verðug-
an sóma.
I æviminningum sínum getur dr.
Kirkconnell sérstaklega ýmissra kunnra
fslendinga vestan hafs, sem hann hef-
ur haft kynni af, og annarra austan
úafs, sem hann hefur haft samband
við. Honum hafði lengi leikið hugur
a því að koma til íslands, en eigi varð
þó af lieimsókn lians þangað fyrr en
sumarið 1963, og var frú lians í för
með lionum. Attu þau að vonum hin-
um ágætustu viðtökum að fagna. Lýs-
ir hann komu sinni til íslands með
hrifningu í kaflanum um ferðalög sín
(„On l’ravel") í æviminningum sín-
um.
Vissulcga eigum vér íslendingar
beggja megin hafsins dr. Watson Kirk-
connell mikla þakkarskuld að gjalda
fyrir ritgerðir hans um bókmenntir
vorar og jiýðingar hans úr íslenzkum
skáldskap á enska tungu. Með því
starfi sínu hefur hann drjúgum víkk-
að landareign íslenzkra bókmennta og
unnið mikilvægt og varanlegt kynning-
arstarf í vora þágu.
Æviminningar hans eru bæði efnis-
mikið rit og um margt vekjandi til
umhugsunar. Eins og slíku riti sæmir,
er það einnig vandað vel um ytri bún-
ing. Skráin yfir úrvalið úr ritverktim
höf. og nafnskráin auka á gildi bókar-
innar; sama máli gegnir um hinar
mörgu myndir, sem jiar er að finna.
Slíka menn sem dr. Watson Kirk-
connell er hverri þjóð gott að eiga að
vinum og velunnurum. Og jafnsatt er
það, að þjóðir sem einstaklingar jiekk j-
ast af vinum sínum.
Richard Beck.
IValter J. Lindal: THE ICELAND-
ERS IN CANADA (Canada Ethnica
II) Printed by National Publishers
Ltd., and Viking Printers, Winni-
peg. Ottawa og Winnipeg 1967.
Höf. þessarar bókar er kunnur
beggja megin hafsins undir nafninu
Walter J. Lindal, en, eins og tekið
er fram í byrjun bókarinnar, heitir
hann að skírnarnafni Valdimar Jakobs-
son Lindal. í eftirmála gerir hann
frekari grein fyrir skírnarnafni sínu,