Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 87

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 87
RITSJÁ 159 hinum fornu landafundum íslendinga í vestri gerð rækileg skil. Þriðji þáttur fjallar um Nýja ísland; fjórði þáttur rekur útflutninga frá íslandi til Vest- urheims til 1914, en sá fimmti ræðir um aðra kynslóð Vestur-íslendinga í Kanada. Sjötti jtáttur fjallar í raun- inni um aðlögun hinna íslenzku menn- ingarerfða í nýju landi, og er sá þátt- ur bæði langur og ítarlegur. Sjöundi þáttur lýsir stofnun Islenzkuedildar Manitobaháskóla, en áttundi ræðir framtíðarhorfur. Þá kemur lokaspjall og síðan fjölmargar viðbætur til skýr- ingar aðalþáttunum. Að lokum er afar löng nafnaskrá." Hinu yfirgripsmikla efni bókarinn- ar er mjög skipulega niður raðað, og frásögnin bæði greinagóð og læsileg. En aðalmarkmið höf. með bókinni, eins og hann lýsti því í inngangsorð- um liennar, og áður var vitnað til, er grandskoðun hans á framhaldandi áhrifum „íslenzks anda“ í lífi og störf- um íslendinga í Kanada, og þá um leið á kanadiskt þjóðlíf í víðtækari merkingu. Þetta viðhorf gefur bókinni innra og ytra samhengi. Er auðfundið, að þar heldur á penna rökfimur mál- llytjandi, og styður hann rökfærslu sína með tilvitnunum til rita mikils- virtra fræðimanna á sviði sögu íslands, menningar þess og íslenzkra bók- mennta. Jafnframt sýnir hann með Ijölmörgum dæmum úr sögu íslend- mga vestan hafs, liver orkubrunnur og eggjan til dáða hinar íslenzku erfðir hafa orðið þeim, með öðrum orðum, hve áhrifaríkur „hinn íslenzki andi“ hefur með margvíslegum hætti orðið 1 andlegum og verklegum afrekum þeirra. Kemur hér glöggt fram liin mikla virðing Valdimars Lindals fyrir sínum íslenzka menningararfi. Aðdá- un hans á íslenzkri tungu, sem hann hefur prýðilega á valdi sínu, og skiln- ingur hans á eðli hennar og fræði- gildi lýsa sér ágætlega í kaflanum um hana, og færir hann fram sterk rök fyrir því, að henni beri sem kennslu- grein sess við hlið grísku og latínu í kanadiskum háskólum. Vil ég bæta því við, að íslenzka (fornmálið sér- staklega) er kennd í fjölmörgum hin- um kunnustu liáskólum Bandarikj- anna, samhliða íslenzkum fornbók- menntum, og sums staðar einnig liin- um nýrri bókmenntum vorum. Valdimar Lindal er, eins og fjölda- mörgum öðrum löndum hans vestan hafs fyrr og síðar, mjög annt um það, að íslenzk menningráhrif haldi áfrarn að verða sem öflugust og ávaxtaríkust í kanadisku þjóðlífi um ókomna tíð, og liann er bjartsýnn mjög á framtíð- ina í þeim efnum. Vonandi reynist liann einnig sannspár. En framhald- andi áhrifavald „íslenzks anda“ á Kanadamenn af íslenzkum ættum, og sem lifandi menningarstraums í þar- lendu þjóðlífi, er vitanlega um annað fram undir því komið, í hve ríkum mæli fólk af íslenzkum uppruna í landi þar heldur áfram að tileinka sér „íslenzkan anda“ eins og hann lýsir sér í bókmenntum vorum, menningar- og hugsjónarfi vorum. Hef ég j)á jafn- framt í huga, að allur þorri þess fólks myndi í framtíðinni verða að afla sér slíkrar þekkingar af enskum þýðing- um íslenzkra bókmennta og úr ritum um íslenzk efni, landið, þjóðina og sögu liennar, á enskri tungu. Á hinn bóginn, hvað sjálft þjóðar- eðlið snertir, mun það sannmæli: „Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ,“ eins og Örn Arnarson komst að orði í hinu snilld- arlega kvæði sínu, „Ljóðabréf til Vest- ur-íslendings“ (Guttorms J. Guttorms- sonar). Eða eins og Einar P. Jónsson orðar það í snjöllu kvæði sínu til séra Kjartans Helgasonar:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.