Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 87

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 87
RITSJÁ 159 hinum fornu landafundum íslendinga í vestri gerð rækileg skil. Þriðji þáttur fjallar um Nýja ísland; fjórði þáttur rekur útflutninga frá íslandi til Vest- urheims til 1914, en sá fimmti ræðir um aðra kynslóð Vestur-íslendinga í Kanada. Sjötti jtáttur fjallar í raun- inni um aðlögun hinna íslenzku menn- ingarerfða í nýju landi, og er sá þátt- ur bæði langur og ítarlegur. Sjöundi þáttur lýsir stofnun Islenzkuedildar Manitobaháskóla, en áttundi ræðir framtíðarhorfur. Þá kemur lokaspjall og síðan fjölmargar viðbætur til skýr- ingar aðalþáttunum. Að lokum er afar löng nafnaskrá." Hinu yfirgripsmikla efni bókarinn- ar er mjög skipulega niður raðað, og frásögnin bæði greinagóð og læsileg. En aðalmarkmið höf. með bókinni, eins og hann lýsti því í inngangsorð- um liennar, og áður var vitnað til, er grandskoðun hans á framhaldandi áhrifum „íslenzks anda“ í lífi og störf- um íslendinga í Kanada, og þá um leið á kanadiskt þjóðlíf í víðtækari merkingu. Þetta viðhorf gefur bókinni innra og ytra samhengi. Er auðfundið, að þar heldur á penna rökfimur mál- llytjandi, og styður hann rökfærslu sína með tilvitnunum til rita mikils- virtra fræðimanna á sviði sögu íslands, menningar þess og íslenzkra bók- mennta. Jafnframt sýnir hann með Ijölmörgum dæmum úr sögu íslend- mga vestan hafs, liver orkubrunnur og eggjan til dáða hinar íslenzku erfðir hafa orðið þeim, með öðrum orðum, hve áhrifaríkur „hinn íslenzki andi“ hefur með margvíslegum hætti orðið 1 andlegum og verklegum afrekum þeirra. Kemur hér glöggt fram liin mikla virðing Valdimars Lindals fyrir sínum íslenzka menningararfi. Aðdá- un hans á íslenzkri tungu, sem hann hefur prýðilega á valdi sínu, og skiln- ingur hans á eðli hennar og fræði- gildi lýsa sér ágætlega í kaflanum um hana, og færir hann fram sterk rök fyrir því, að henni beri sem kennslu- grein sess við hlið grísku og latínu í kanadiskum háskólum. Vil ég bæta því við, að íslenzka (fornmálið sér- staklega) er kennd í fjölmörgum hin- um kunnustu liáskólum Bandarikj- anna, samhliða íslenzkum fornbók- menntum, og sums staðar einnig liin- um nýrri bókmenntum vorum. Valdimar Lindal er, eins og fjölda- mörgum öðrum löndum hans vestan hafs fyrr og síðar, mjög annt um það, að íslenzk menningráhrif haldi áfrarn að verða sem öflugust og ávaxtaríkust í kanadisku þjóðlífi um ókomna tíð, og liann er bjartsýnn mjög á framtíð- ina í þeim efnum. Vonandi reynist liann einnig sannspár. En framhald- andi áhrifavald „íslenzks anda“ á Kanadamenn af íslenzkum ættum, og sem lifandi menningarstraums í þar- lendu þjóðlífi, er vitanlega um annað fram undir því komið, í hve ríkum mæli fólk af íslenzkum uppruna í landi þar heldur áfram að tileinka sér „íslenzkan anda“ eins og hann lýsir sér í bókmenntum vorum, menningar- og hugsjónarfi vorum. Hef ég j)á jafn- framt í huga, að allur þorri þess fólks myndi í framtíðinni verða að afla sér slíkrar þekkingar af enskum þýðing- um íslenzkra bókmennta og úr ritum um íslenzk efni, landið, þjóðina og sögu liennar, á enskri tungu. Á hinn bóginn, hvað sjálft þjóðar- eðlið snertir, mun það sannmæli: „Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ,“ eins og Örn Arnarson komst að orði í hinu snilld- arlega kvæði sínu, „Ljóðabréf til Vest- ur-íslendings“ (Guttorms J. Guttorms- sonar). Eða eins og Einar P. Jónsson orðar það í snjöllu kvæði sínu til séra Kjartans Helgasonar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.