Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 88
160
EIMREIÐIN
„Það máist seint af oss merkið það,
er móðirin lét í arf.
Og áður en Vestur-ísland deyr
fer ýmislegt stórt í hvarf.
Um eilífð verður á einhvern hátt
íslenzkt vort sálarstarf."
Það fer að vonum um eins yfirgrips-
mikið rit og þessi bók Valdintars Lin-
dals er, að skoðanamunur geti orðið
um túlkun liöf. á einstökum atriðum,
suntar niðurstöður hans og mat Iians
á málefnum og mönnum. Eg lít t. d.
svo á, að Þjóðræknisfélag íslendinga
í Vesturheimi hefði átt ítarlegri um-
sögn skilið, jafn víðtækan og mikil-
vægan þátt og það hefur um hálfar
aldar skeið átt í viðhaldi íslenzkra ætt-
artengsla og menningarerfða meðal ís-
lendinga í Kanada og annars staðar
vestan hafs. Ekki er ég heldur alger-
lega sannnála höf. um mat hans á
þeim vestur-íslenzku skáldum, sem
hann tekur sérstaklega til meðferðar
í bók sinni, en vitanlega er slíkt mat
ávallt mjög persónulegs eðlis.
En hvað sem þeim eða örðum að-
finnslum líður, þá er þetta rit, þegar
á allt er litið, bæði tímabært og hefur
inni að halda mikinn fróðleik, sem
varanlegt gildi liefur; það er í heild
sinni liöf. til sóma, og skuldum vér
landar hans honum sérstaklega mikla
þökk fyrir það.
Og vissulega er það mikið afrek af
hálfu áttræðs manns að hafa sarnið
þetta umfangsmikla rit á eins stuttum
tíma og það varð að gerast. En til
þess að fá nokkra hugmynd um það,
hve geysimikil vinna liggur að baki
ritsins, þurfa menn eigi annað en
kynna sér heimildaskrá höf. og neðan-
málstilvitnanir. Hins vegar hefði bók-
in vafalaust að ýmsu leyti grætt á því,
ef höf. hennar liefði haft rýmri tíma
til umráða við samningu hennar, eins
og liann tekur sjálfur fram, um upp-
talningar einstaklinga, i athugasemd
nær bókarlokum (bls. 502).
Þetta efnismikla rit er ítarlegt og
margþætt yiirlit yfir baráttu- og sigur-
sögu íslendinga í Kanada, hugsjóna-
og athafnasögu þeirra frá upphafi
vega þeirra þar og fram á þennan dag.
Ritið ber því órækan vott, hve margir
í þeirra hópi ltafa á hinum ýmsu
starfssviðum lagt mikinn skerf og var-
anlegan til kanadisks þjóðlífs og menn-
ingar. í þeim flokki stendur Valdimar
Jakobsson Lindal framarlega.
Richard Becli.