Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 24
86 Hagnýting náttúrukraftanna.
uð kílómetra á lengd (7t kílómetri er jafn einni
danskri mílu), og skulu pípurnar vera víðar, svo að
núningstálmunin verði minni, eðr álíka pípur og ol-
íurennurnar í Norðr-Ameríku, er hafðar eru til að
veita steinolíu langar leiðir. Gegnum þessar pípur
hyggr hann að veita megi þéttilofti að kostnaðar-
lausu eftir vild, enn þéttiloftinu megi þrýsta
saman með vatnsafli eða vindafli.
Sem vænta má, hafa margir fundið að þessum ráða-
gerðum Le Bons. Meðal annars hefir maðr sá, er
nefndr er d’ Arsonval, og þykir kunna gott skyn á
slíkum hlutum, gert gys að þéttiloftspipum, er
eiga að vera mörg hundruð kílómetra á lengd. »jpað
er hœgðarleikr,« segir d’Arsonval: »að leggja slíkar
pípur á pappírnum, enn það verðr eigi svo auðgert
þegar til framkvæmdar kemr«. Sökum þess, að píp-
urnar geta eigi verið nœgilega loftheldar, verðr loft-
þrýstingin að vera af skornum skamti, og má engan
furða á því, þegar þess er gætt, að sökum galla á
gasrennum fer að forgörðum nálega helmingr af lýs-
ingar-gasinu, og er þó þrýsting þess mjög lítil. Síð-
an ritar d’Arsonsal á þessa leið :
»Eáðagerð Le Bons virðist vera álitleg í fljótu
bragði. Værihœgt að framkvæma liana, mundi Par-
ísar búar verða heilsubetri«.
»]pað mundi sannarlega þykja inndælt, að hafa veiti-
pípu í húsi sínu, er fœrði hreint og ilmandi loft frá
Sviss, í stað hins marg-ncytta og gagn-seyrða París-
ar-lofts. |>á mundu ferðamönnum síðr leika
landmunir, því að hver útlendr maðr fengi að
anda að sér lofti átthaga sinna«.
»þegar vór tölum hér um liagnýtingu náttúru-