Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 62
124
Henry Gréville:
upp bálinu á alla vegu. Bn að því gaf enginn mað-
ur gaum. Allir höfðu augun á Kósakkanum.
»Nú, uú!« sagði hann ; »láttu mig nú fá mína pen-
inga«.
»Hvað þá?« vældi Gyðingurinn; »núna strax? Get-
ur það ekki beðið þangað til jeg er búinn að koma
af mjer fólkinu mínu ?«
•Ekkert þvaður, kunningi!« mælti Kósakkinn;
það hefir sjálfsagt verið viðkvæði hans.—»Komdu
með peningana.... eða jeg....« .
Gyðingurinn hrá handleggnum fyrir höfuð sjer,
eins og hann byggist við höggi, af gömlum vana.
En Kósakkanum var ekki það í hug; hann einblíndi
bara framan í Gyðinginn, og varð æ ýgldari á svip.
En Gyðingurinn veitti því okki eptirtekt; haun var
blindur af ágirnd. Hann dró skörnugan kamppung
upp úr brjóstvasa sínum, og fór sjer mjög hægt að
því, lauk honum upp og stundi við, leitaði þar vand-
loga nokkrum sinnum og nær loks í lúðan pappírs-
snepil og rjettir að Kósakkanum. — Nú hrundi þakið
á húsinu, og þyrlaöist neistaílugið hátt 1 lopt upp
og komst sumt þangað sem við stóðum. Varð þá
svojjbjart á torginu sem um hábjartan dag.
»Hvaðþá?! Einn dal, einn pappírsdal ?!« öskr-
aði Kósakkinn og fleygði frá sjer pípunni. »Einn
dal fyrir að hafa lagt líf mitt í hættu.... einn dal ? !
Bannsettur hundurinn þinn.... þá fer jeg heldur inn
þangað fyrir alls ekki neitt!«
Að svo mæltu þrífur hann kerlinguna í fang sjér
aptur og hleypur með hana yfir að húsinu, áður en
nokkurn varði. Riðið við dyruar var þá enn óbrunn-
ið. Hann stökk þar upp, — og henti kerlingunni