Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 40
102 Sögultorn frú Svartfjallalandi.
ir okkur gest?« segir maðurinn. »Láttu hestinn inn
og greiddu fyrir manninum«. Gúitza tók ofan og
spretti af heatinum. Síðan gekk hann upp á vegg-
svalirnar og heilsaði manninum, er hann þóttist sjá
að vera mundi liúsráðandi.
»Velkominn« mælti hann, en lireifði sig hvergi.
»Hvernig líður þjcr? settu þig niður og livildu þig;
þú hlýtur að vera þreyttur«. »það er jeg« svaraði
Gúitza, og settist niður. »J>ú munt vera Serbi ?«
segir húsráðandi. »Jeg er Serbi .... frá Valovó«. »Frá
Valevó« tók maðurinn upp, og fjekk sjer teig úr
pípu sinni; »það er svo ; hvernig líður þar ? lætur
Tyrkinn ykkur vera í friði ?« »Hann lætur okkur
vera í friði« svaraði liiun. »Svo er það« segir hús-
ráðandi; »og það er nú svo. Iívers vegna ráðizt þið
þá elcki á Tyrki að fyrra bragði?« »Jeg veit ekki ....«
segir Gúitza ; ifurstinn okkar ....« Húsráðandinn
grípur fram í og segir : »Hvað þá, furstinn ykkar?
það er ekki hans að byrja; það er þjóðin, sem á að
renna á vaðið. þið gætuð þarna í Valevó veitt Tyrkj-
anum þungar búsifjar, ef þið tækjuð ykkur til; þið
gætuð gert honum margan grikkinn .... eins og við
gerum....líttu’ á....«.
það þýddi: líttu á mig, hvernig lízt þjer á það !
Og það var hcldur engin ómynd að sjá hvcrnig hann
var búinn ; það var annars kyns en hreysið, sem
hann bjó í. Hann var í fögrum litklæðum, alsett-
um glitsaum. Hann var gyrður silkibelti, en skamm-
byssa í beltinu gulli lögð og dýrum steinum, og
sniðilrýtingur með skapti af fílabeini. jpetta var
hversdagbúningur hans, slitinn nokkuð, en þó hreinn
og óbættur. Hann bar sig vel í þessum búningi og