Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 30
92 Hagnýting náttúrukraftanna.
þeim, er þeir hafa kuuinað áðr. Hann hefir því gert
rafmagnslampana í sömu líking og gaslampa. þá er
kveykt er, þarf eigi annað enn opna rennil (krana),þá
kviknar Ijósið jafnskjótt og þarf eigi að hafa eld-
spýtur, og ef lokað er rennlinum, sloknar ljósið.
Svo eru mælar, er sýna, hvó mikils er neytt af raf-
magnsstraumnum, alveg á sama hátt og gasmælarn-
ir, og hver verðr að borga eftir því sem hann eyðir.
Líkt er þessu háttað um hrœringaraflið.
Maðr er nefndr Marcel Deprez; hann er frakk-
neskr og mikill rafmagnsfrœðingr. Hann hefir fundið
fœri til að veita rafmagnstraumnum, og á að hafa
þann umbúnað í ráðhúsinu í París, og verðr að lík-
indum síðan upp tekinn í ýmsum hlutum borgarinnar.
Straumrinn í Signu fram leiðir rafmagnið, enn hún
er all-straumhörð. Vér tökum hér fáeinar greinar
úr riti því, er Deprez lýsir í þessum tólum og tœk-
jum og sýnir uppdrætti þeirra :
»þ>að er óyggjanda, að með tveimr samkynja vólum
(tveimr rafmagns-safnvélum Grammes), sem er sín
við hvorn enda á leiðiþræðinum, er hœgt að leiða
tíu hesta afl um 50 kílómetra leið (6f dansk. míl-
ur) með hraðfregnaþræði, ef aflið er uppliaflega á
við sextán hesta afl«.
]pað er með öðrurn orðum, að með flatvatnshjóli,
er hofir sextán hesta afl, má hreyfa rafmagns-safnvél-
ina, og þar með senda fimm áttundu hluti af aflinu
eftir algengum hraðfregnaþræði til annarar líkrar
vélar, sem er í 50 kílómetra fjarska. þar fara að
vísu 40 liundruðustu lilutar af aflinu til ónýtis á leið-
inni, enn þann missi bœtir ódýrleiki og samcining
aflsins, þar som það er t. d. alkunnugt, að gufuvcl,