Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 37
Sögukorn í'rá Svartfjallalandi. 99
hann kallar nherteknar konur frá Svartfjallalandi«.
J?að er mjög sönn mynd og áreiðanleg ; það er eng-
inn tilbúningur, heldur reglulegar andlitsmyndir af
svartfellskum konum. Hinn fyrsti kvenumaður
frá Svartfjallalandi, sem jeg kynntist, var mjög
líkur því sem er á þessari mynd; svipurinn hálf-
raunalegur og eptirþrárlegur, og cins og í draumi.
Og þó var hún ekki ambátt, heldur frjáls ; en þrátt
fyrir það var eins og yfirbragðið væri lijúpað ein-
hverri þoku, alveg eins og á myndinni af hinum
horteknu konum. þetta er ættarmark á öllum svart-
fellskum konum ; það ber opt við, að augu þeirra
bronna af eldlegum áhuga og vígamóð, en aldrei
fjómar ásjónan af gleði og kæti. þessu sameigin-
lega auðkenni allra svartfellskra kvenna hefir liinn
ágæti listamaður veitt glöggva eptirtekt og látið
koma skýrt fram á myndinni, en til þess að finna
því stað, hefir hann látið sem konurnar væri her-
leiddar; en það þarf ekki til í raun og veru; þær
eru eins þótt þær sjeu með fullu frelsi. þær gera
ftldrei nema brosa lítið eitt og þó sem nauðugt væri;
f brúðkaupsljóðum þeirra er jafnveleins ogmanniheyr-
fstgrátstafur undirniðri. þærkunna ekki aðvera kát-
ar; þær geta það ekki. Og af liverju ? Jeg held
Það sje af því, að þær liafa átt við ófrelsi að búa
öldum saman, kynslóð eptir kynslóð; verið und-
lr oki bæði í heimilislífinu og þjóðlífinu. Jeg skil
elcki hvernig á því getur staðið öðru vísi, þessum
þunglyndishjúp, sem er eins og brugðið sje yfir allar
sVartfellskar konur. þær eru þunglyndið sjálft, í-
klætt holdi og blóði.
7Hl