Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 16
78 Hagnýting náttúrukraftanna.
uð hvarvetna, ör kol er eigi unt að fá, og fagnar því,
að eugiuu skortr verði á kolsýru, þótt kolin þrjóti.
Vindrinn cr éinn af þeim náttúruöflum, sem um
langan aldr hafa unnið mannkyninu gagn. þó að
gufuskip fjölgi svo á hverju ári, að ótrúlegt má þykja,
sigla þrír fjórðu hlutar hafskipanna enn fyrir vindi
um úthöfin. Vindarnir eru að vísu mjög ójafnir og
mislyndir, nema á báðar hliðar við miðjarðarlínuna;
enn sá kostr fylgir þeim, að eigi þarf að kaupa þá,
þó að oft þurfi að bíða byrjar ; fyrir þá sök munu
þau skip, er hafa mikinn farm og ódýran, lengi sæta
þéssum byr.
Seglskipin hafa á síðustu árum verið bœtt á ýms-
an hátt, að líkíndum til að keppa við gufuskipin;
hefir einkum verið bœttr seglbúnaðr skipanna og
lögun þeirra. Svo eru nú og rannsökuð nákvæm-
lega lögmál hafstraumanna og loftstraumanna, og
komr sú þekking í góðar þarfir hafsiglingamönnum.
Vindmylnur hafa verið notaðar í langan aldr, og
hafa litlar bœtr verið gerðar á þeim. þó vantar
eigi, að hugvitsménn hafi fengizt við að endrbœta
þær, enn það eru smálegar umbœtr. Að vísu
eru til vindmylnur, sem aka seglum éftir vindi, sem
hlaða seglunum þegar hvéssir og lengja vængina
þegar lygnir. Amerikskar vindmylnur hafa láflata
vængi, og eru þær einkum hafðar til að reka áfram
dæluvélar, er hafðar eru til vatnsveitinga. Enn all-
ar þessar umbœtr eru heldr óhentugar. Erægasta
vindmylna í heimi, vindmylnan við Vanangr (Sans-
souei), hofir enn forna vængi, þótt jpýzkalands keis-
ari hafi látið reisa hana upp af nýju.
Aðalgallinn á vindmylnunum er sá, að þær vinna