Iðunn - 01.02.1885, Blaðsíða 6
68 Hagnýting náttúrukraftanna.
kaupi 10,000 pund. jpví að ætíð er ódýrara að
kaupa stórkaupum enn smákaupum, og á sama hátt
eru samau dregin forráð kostnaðarminni enn ef þau
eru í mörgu lagi. það er auðsætt, að stór eldstó,
sem hitar í nokkurum hlutaborgar, þarf minna elds-
neyti enn margar litlar eldstór. Iiitaleiðsla hefir
enn eigi komizt á í borgum í Evrópu, nema einung-
is í stöku hirsum, og Ameríku-menn eru skamt
komnir áleiðis í þeirri grein, þótt þeir sé ötulastir
hugvitsmenn og kosti mjög kapps um, að spara
mannsafiið. Ef auðið yrði, að hafa eina eldstó í
staðinn fyrir margar, þá mundi miklu minna eytt af
kolum.
Mestu eldsneyti eyða gufuvélarnar. Vér getum
vísað þeim til hagfrœðirita, er fýsir að vita, hvé
margar gufuvélar eru til í hciminum eða livé margra
hesta afl þær hafa að samtöldu, svo og hvó mörgum
tunnum af kolum þær eyða um árið. Hér er um
feikna háar tölur að rœða, og alt þetta fer ótrúlega
í vöxt með ári hverju. Gufuvólin er snildarverk,
enn mjög er henni áfátt í sparnaði. 1 meir enn hálfa
öld hafa ýmsir völundar fengizt við að gera gufuvól-
arnar eldiviðardrýgri. Með þrýstingarvélum má
nota einn tíunda hlut af megni eldiviðarins, þeim
sem svo eru gerðar, að gufan fer með þungri þrýst-
ingu úr minna veli (cyliuder) í annan meira og slær
sér þar út með minni þrýstingu. 1 öðrum gufuvélum,
t. d. vagnvélunum, fara 95 hundruðustu hlutir af
kolamegninu til ónýtis. Verðr því að brenua hundr-
að pundum af kolum til að nota að fullu það hita-
mogin, sem fólgið er í fimm pundum. Nítján tutt-
ugustu hlutir verða að engum notum.