Iðunn - 01.06.1887, Síða 4
290 Frú A Ch. Edgren-Leffler:
málun hinnar almennu orðræðu um hina vel kristnu
Englendinga, sem lúta hennar »sannkristnu há-
tign», eins og stendur í kirkjusiðabókinni.
I miðri hinni menntuðu höfuðborg Englauds,
sem tekið hefir kristni fyrir mörgum öldum, lifa
margar þúsundir manna í svartnætti heiðindóms-
ins. þeir kunna livorki að lesa nje skrifa, liafa
aldrei á æíi sinni komið í kirkju, nje verið við
neins konar guðsþjónustu. (A evangeliska fund-
inum í Kaupmannahöfn 1885 var þess getið,
að 1,200,000 af íbúum Lundúnaborgar mundu
aldrei hafa komið í kirkju). þcir búa í þeim
óhreinindum og ódaun, sem efnaðir menn mundu
ekki láta við gangast í svínastíunni sinni. |>eir lifa
varla nokkurn tíma í hjóuabandi ; þeir liggja í
næmum sóttum, og deyja úr þeim án nokkurrar
aðhjúkrunar ; innan um nýfædd börn sálast saur-
lífir menn og kvennsniptir, og hin síðustu áhrif, sem
hin deyjandi augu þeirra verða fyrir, eru áhrif alls
hins viðbjóðslega, er þar ber fyrir sjónir, áhrif,
sem hafa eitrað allt líf þeirra. Stundum eru líkin
látin rotna inni í íbúðarhúsunum, af því greptrunar-
kostnaðurinn verður ekki borgaður. Á einu heimili
fannst t. a. m. barnslík, er hafði legið í íveru-
herberginu í 13 dægur. En það eru engan veginn
að eins hinir lastafullu, er rata í svo hörmulega
eymd. J>að éru til menn, sem mitt í þessari eymd
eru sífelt siðsamir, ódrukknir og iðjusamir, enda
þótt það sýni þann hetjudóm, sem hinir efnaðri
geta ekki gert sjer neina hugmynd um. Iðjusam-
ir ! En hvað hafa þeir fyrir stafni ? Gamall skradd-
ari og kona hans eru að sauma einkennisfrakka-