Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 5
291
Fátœkt og góðgjördasemi.
handa lögregluþjónutn. Fyrir þess háttar fat fá
þeir í vinnulaun 2 sh. 10 d. (hjer um bil 2 kr.60 a.),
en verða sjálfir að leggja sjer til tvinnann. Með
því að vinna bæði frá kl. á morgnana til kl. 10
á kvöldin, geta þau í sameiningu lokið við slíkan
frakka á tveimur dögum. Stúlka, er saumar ljer-
eptsfatnað, vinuur sjer inn 1 sh. (90 aura) á dag.
En hvað er vinnudagur slíkra vesalings-þræla'?
Hvorki meira nje minna en 17 stundir ! þær
vinna frá því kl. 5 á morgnana til kl. 10 á kvöld-
in, og hafa ekki einu sinni tóm til að borða; þær
taka sjer brauðbita og tesopa meðan þær eru að
vinna. jþess má og geta, að leigan, sem þessir
fátæklingar gjalda fyrir hina óheilnæmu kofa, nem-
ur hálfu kaupi þeirra, svo að þeir hafa ekki meira
en 6 d. (45 aura) afgangs á hverjum degi fyrir mat,
föt og eldivið. Ef það ber til, að húseigend-
urnir í þessum hluta borgarinnar láta lítið eitt
lagfæra hýbýlin fyrir grátbeiðni þeirra, er leigja
þau, þá verður leiguliðunum það óbærilega kostu-
aðarsamt. 1 herbergisskrifli einu var t. a. m.
þannig gert við lófastórt gat, er kom á gólfið, að
yfir það var negld fjöl úr gömlu sápukvartili með
einum nagla, og vegna þessarar aðgerðar varð leigu-
hðinn að gjalda 3 d. (22 aurum) meira um vikuna.
Grömlu hjónin, er jeg nefndi hjer að framan, hafa
búið 13 ár í herbergi, er ekki hangir lengur uppi að-
gerðarlaust, enda hefir nú eigandinn lofað aðgerðinni,
en fyrir þessa væntanlegu aðgerð hefir leigjandinn í 3
ntánuði orðið að gjalda 45aura á viku í ofanálag. þ>að
19*