Iðunn - 01.06.1887, Page 6
292
Fi ú A. Ch. Edgren-Lefíler :
má nefna dæmi upp á húseigendur, er á þennan
hátt græða 50—60 af hundraði á fje sínu.
Onnur afarþung byrði, er á fátæklingunum ligg-
ur, er skólanám barnanna ; það er nú gert þeim
að skyldu, en þó ekki kauplaust. Hver múndi.
trúa því, að land, er vill vera eitt af höfuðlöndum
menntunarinnar, hafi ekki í lög leitt hið fyrsta
skilyrði fyrir allri menningu : kauplausa kennslu!
|>ví meiri peningum, sem foreldrarnir kosta til menn-.
ingar barnanna, því tilfinnanlegar verði þeir ■ að
svelta sjálfir.
Jeg hef þennan fróðleik úr bók þeirri, er jeg áð-
ur nefndi, og úr ýmsum öðrum bókum, sem, eins
og hún, hafa á sjer einkenni sannleikans, enda eru
þær gefnar út af þeim mönnum, er hafa gert það
að æfistarfi sínu, að rannsaka það hið ókunná
land, sem nefnt er Austur-Lundúnir. Jeg hef enga
ástæðu til að ætla, að skýrslur þeirra sjeu ýktar ;
þær hafa allar sanna atburði við að styðjast, og
hver sá, er hefir hug til að skoða með eigin aug-
um það, sem hjer er sagt frá, getur gengið úr
skugga um, hvort þær eru á rökum byggðar. Sumt
af þessu hef jeg sjálf sjeð; en það er enginn hægð-
arleikur fyrir útlending, að komast í kynni við
Englendinga, nema þeir bjóði honum heim til sín-
My housc is my castle (hús mitt er vígi mitt),
segja Englendingar, jafnvel þó þeir eigi heima 1
litlum afkyma í eptri hluta húss, og sá, sem kem-
ur óboðinn og erindislaus inn í einhverja af þess-
um kompum, má búast við að verða rekinn á dyr
orðalaust.
Einu sinni var jeg á gangi með einum af með-