Iðunn - 01.06.1887, Page 8
294 Frú A. Oh. Edgren-Left'ler:
áður en hún færi þangað. I sama bili kom kona
út úr einu hliðinu, og gaf sig á tal við þau. »Heuni
er alveg óhætt hjá okkur», sagði hún við lögreglu-
þjóninn ; »en fyrir yður er það heillaráð, að hafa
yður á burtu hjeðan».
|>að getur vel að borið, að útlendingar viilist inn
í eitthvert af þessum illræmdu strætum, með því
þau liggja venjulega milli aðalscrætanna, þar sem
mannferðin er mest. Rjett hjá hinni stóru skraut-
legu Konungsgötu, sem margar ríkmannlegar sölu-
búðir standa umhverfis, og uppljómuð er á kvöldin,
rjett þar hjá eru þessar sóðalegu smugur. jpar log-
ar í mesta lagi eitt dauft gasljós, og þar bíða á-
rásir og rán hinna ókunnugu manna, sem hafa
farið út til þess að kaupa eitthvað, en ætla að taka
af sjer krók meö því að fara þessa leið. En á
hinum stóru aðalstrætum í Lundúnaborg er kven-
fólki óhætt að ganga eiusömlu, og það jafnvel mjög
seint á kvöldin. Jeg var optar en einu sinni á
gangi jafnvel kring um kl. 12 á nóttunni, og var
ekki svo mikið sem að nokkur yrti á mig.
|>etta er mest því að þakka, að kvenfólk nýtur
svo mikiliar verndar á Englandi. Ef karlmaður
gerir hina minnstu tilraun til að misbjóða kven-
manni á strætum úti, má hann búast við að verða
tekinn fastur þegar í stað, fá óþægilegt mál á háls-
inn og verða að borga miklar skaðabætur. Af
þessu leiðir, að það er miklu isjárverðara fyrir
karlmenn en kvenfólk, að vera einsamlir viti að
kvöldi dags. 1 Lundúnum hefir lögreglustjórnín
sem sje ekkert eptirlit með vændiskonum, og beita
þær því hinni mestu ósvífni á strætunum, og gera