Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 9
Fátœkt og góðgjörðasemi. UU5
sífelt árásir á karlmenn, sem eru einsamlir á gangi.
En þessi verndun kvenmanna nær þó ekki til giptra
kvenna gagnvart mönnum þeirra, eins og Max 0’
Rell hefir með rjettu sýnt fram á. Dýraverndunar-
fjelaginu hefir tekizt að vekja vægðarsemi við skepn-
urnar hjá þeim mönnum, sem aö eðlisfari eru svo
ðýrslegir og vægðarlausir. »J>að væri æskilegt»,
segir Max 0’ Rell, »að stofnað yrði fjelag til þess,
að vernda giptar konur. J>ví, eins og nú er á-
statt, sætir karlmaðurinn vægari refsingu fyrir illa
meðferð á konu sinni heldur en á hestinum sín-
um».
*
*
En eins og eymdin og miskunnarleysið er á háu
stigi í Englandi, eins er líka góðgjörðasemin og
hjálpsemin framúrskarandi hjá hinum efnaðri.
Bók sú (the bitter cry), er jeg lief vitnað til,
kvartar þó um, að þessi góðgjörðasemi komi opt
illa niður, og að ærnu fje sje ausið út til einskis,
af því að ölmusugjafirnar fari ekki frain með neinni
reglu eða athugun. En á síðari tímum hafa góð-
gjörðastofnanirnar tekið verulegum umbótum, og
sjer í lagi lætur hið fyrnefnda góðgjörðafjelag sjer
^ajög annt um, að koma samheldi og skipulagi á
* þessu efni, og er útlit fyrir, að það muni verða
að góðu gagni. Fjelag þetta hefir verkahring út
af fyrir sig, og taka menn sjálfkrafa þátt í öllum
Verulegum störfum fjelagsins, bæði konur ogkarlar
af hinum æðri stjettum, er taka enga borgun fyrir
Bma sinn nje fyrirhöfn. Forstöðumaðurinn fyrir
akrifstofu fjelagsins er t. a. m. auðugur embættis-
laus maður, er býr á skrautlegum skennntigarði, á