Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 10
296
Frú A. Oh. Edgren-Leffler:
vagn fyrir sig o. s. frv. Hann kemur á hverjum
morgni á skrifstofu sína á ákveðum tíma, og situr
þar fram að miðdegi, og vinnur eins og hver ann-
ar embættismaður, en kauplaust, og hefir meira að
segja ekki von um að verða hafóur í neinum liáveg-
um fyrir. Nafn hans sjest aldrei á prenti, enginn hefir
neitt a£ hinu leynda kærleiksverki hans að segja,
nema aðstoðarmenn hans á skrifstofunni, og hann
hefir ekki einu sinni þá ánægju, er það veitir, að
veita beinlínis hjálpina sjálfur, og taka á móti
þakklæti fátæklinganna. Annar maður, er vinnur
á skrifstofu þessari, er ungur lögfræðingur. Hann
var orðinn embættismaður, og horfðist vel á fyrir
honum ; en sú sannfæring styrktist æ meir og meir
hjá honum, að hann gæti unnið mannfjelaginu
meira gagn á annan hátt ; hann sleppti embætti
sínu, og gekk í góðgjörða-fjelagið. Hann er lítt
efnaður, og getur því ekki unnið kauplaust, eins
og embættisbróðir hans, en laun haus nema ekki
meiru en því, er hann getur komizt af með, heim-
ili sínu til framfærslu; en hefði hann haldið á-
fram lagaveginn, var honum innan handar að bera
auð og frægð úr býtum. Og enginn skyldi ætla,
að starfsemi þessa manns, er leggur svo mikið í
sölurnar, sje sprottin t. a. m. af oftrú, er fyrirlft-
ur heiminn. Hann er mjög viðfeldinn, vel viti
borinn og fjörugur maður, og lætur sjer mjög annt
um heill mannfjelagsins. Hann er trúmaður, ef
sú skoðun getur kallast trú, er ekki byggir á nein-
um ákveðnum trúarsetningum, en kallar vandað
líferni trúrækni, hvort sem trúað er á Krist eða
Buddha, á ódauðleik sálarinnar, eða eilífleik efnis-