Iðunn - 01.06.1887, Page 15
Fátækt og góðgjöráasemi. 301
þeim kvenmönnum, sem eru af sama bergi brotnar,
en ekkert hafa að gera.
Margar af þessum konum vinna með slíkri at-
orku og ósjerhlífni, að þess eru varla dœmi, nema
meðal katólskra nunna. J hinuin lökustu afkym-
um Lundúnaborgar hafa hœli verið stofnuð handa
ungum vinnukonum, og margar mikils háttar konur
hafa flutt sig frá skrauthýsum sínum í Westend
(vesturhluta Lundúna, höfðingjahverfinu), til þess-
ara fátæklegu heiinkynna, innan um afbrotamenn
og fátæklinga, ér búa í óheilnæmum og loptlitlum
8trætum.
''fi i\i
*
jpað er einkennilegur hópur af ungum, óstýrilátum
kvennsniptum, er kemur saman á kvöldin í þessum
stofnunum. Jeg var einu sinni við stödd, þegar
dansleikur fór fram í einni slíkri stofnun, og voru
allar dansmeyjarnar dætur aíbrotamanna, sem að
likindum hafa einnig verið komnir af glæpamönn-
um. þær voru í fáu líkar siðuðum mönnum.
Pýkn þeirra í hinn írska jigg, sem er uppáhalds-
dans þeirra, hinn gjörsamlegi skortur á allri kurt-
eisi, svo sem að taka undir kveðju manna, og
standa upp, þegar einhver gengur til þeirra og
yrðir á þær, hinn ósjelegi búningur þeirra, óp þeirra
og hinn ósiðlegi og endalausi hlátur — allt þetta
er gagnstætt hinum laglegu andlitsdráttum, fagra
vaxtarlagi og snotru höndum, sem er vottur um
forngöfugan ættstofn og forna menntun. Mig
rekur sjer í lagi minni til 16 ára gamallar stúlku,
sem dansaði eins og hún væri óð, hoppaði á víxl
á öðrum fæti, með hárfljettuna dinglandi í öðrum