Iðunn - 01.06.1887, Page 16
302
Frú A. Ch. Edgren-Left'ler:
vanganum, og h.árið ofan í enni ; hún var ekki í
öðrum fötum en stuttum, rauðköflóttum kjól, og
hafði sjal bundið um mittið utan yfir einföldum ljer-
eptskjólnum. Hún var blóðrjóð af hita og hvæsandi af
óknyttum og taumlausum gáska, og ímynd þeirra
ungkvenda, er virðast fyrirhugaðar til glötunar.
Samt sem áður vissi enginn neitt illt um hana, og
fjekkst hún þó aldrei til að taka handarvik, nje
hlýða á, þegar lesið var upphátt, heldur nennti
engu öðru en að syngja og dansa, þegar hún kom
heim á kvöldin úr verkstofunni, þar sem hún hafði
vinnu. En eptir að hún kom í uppeldishúsið, vant-
aði hana ekki neina nótt; þangað hafði hún verið
löðuð með því að lofa henni hlýjum herbergjum,
góðum mat og fullkomnu frelsi; en eitt kvöld var
komið að henni fyrir utan veitingahús eitt; var
hún að rápa þar fram og aptur í von um, að sjer
mundi verða boðið inn til þess að fá sjer hress-
ing, því það er vanaleg kvöldskemmtun slíkra
kvenna.
Eina ráðið til þess að halda þessum stúlkuui í
uppeldishúsinu er það, að láta þær hafa svo xnikiö
sjálfræði, sem framast má vera. Fyrst og fremst
verður að varast að spyrja þær, hvaðan þær koinii
eða hvernig æfi þeirra hafi verið að undanförnu.
fað er fylgt ýmsum reglum í uppeldishúsunum,
en í því uppeldishúsi, sem jeg tala um, er reglan
sú, að gera ekki mikinn mun á spilltum og óspiln-
um, og taka fúslega við þeim, sem spyrna móti
þvf sjálfir, eða koma að eins af forvitni. Undir
eins og fátæk stúlka kemur í uppeldishúsið, er sagt
við hana : »Ef þjer viljið búa hjer, þá eruð þjer