Iðunn - 01.06.1887, Page 20
306 Frú A. Ch. Edgren-Lef'íler:
Lundúnum, og ver hún tíma sínum til þess, að
kenna fátæklingum. Hún heldur fyrirlestur í vinnu-
stúlknaskólanum, er jeg áður nefndi, tvisvar í viku,
og gengur ein heim kl. 10 á kvöldin, gegn um þann
hluta bæjarins, sem verst orð leikur á. Einu sinm
var liún stödd í dimmu stræti; flyktust þá sex
þorparar utan um hana, og tóku af lienni úrið og
peningabudduna. Hið versta var, að hún varð þess
vís, að þeir, sem fram hjá gengu, horfðu á þetta án
þess að rjetta henni hjálparhönd. Hún fann, að
hvm var fallin í hendur ræningja, er áttu heima
alstaðar umhverfis; því þó þeir hjálpi eigi hver öðrum
til að ræna, þá aptra þeir alls eigi hver öðrum frá
ránum. |>eir slepptu henni ómeiddri, og ljetu hana
fara leiðar sinnar; en samt getur hún ekki gleymt
þeirri voðastundu, er hún sá illilega þorpara sla
hring um sig, sá, að þeir, sem fram hjá gengu, ljetu
sig engu skipta, þó ræningjarnir færu sínu fratn,
og heyrði skrílinn æpa svo ámátlega, að hún hafði
aldrei gert sjer neina hugrnynd um slíkt, enda þótfc
hún hefði í nokkur ár búið meðal nranna, er voru
áþekkir þessum ræningjuin. Kvöldið eptir u®
sama leyti fór hún alein sömu leið ; hún gat ekki
fengið sig til að hætta við það, sem hún hafði tek-
ið fyrir sig. Hún vissi, að þeir mundu nú ekki
gera sjer neitt mein. þeir þekktu hana allir, og
vissu, hvers vegna hún lagði leið sína um hjá þeim-
Hún gætti þess að eins, að hafa ekki optar á sjer
peninga, úr, armhringi eða annað slíkt.
Nýlega auglýsti liún, að fullorðnir menn, se®
vildu læra að lesa og skrifa, gætu fengið tilsögn.
hjá sjer. Menn komu hópum sarnan til lieunar,