Iðunn - 01.06.1887, Síða 23
309
Fátœkt og góðgjörðasemi.
brúða, en sumar með verulegri viðkvæmni—í stuttu
Híáli, að sjá þessar ungu bersyndugu stúlkur, er
bráðum áttu að fara burt aptur, en skilja barnið
eptir undir umsjón óviðkomandi manna,—þetta
bafði allt saman merkileg áhrif á mig, hreinni og
sakleysislegri, en mörgum munu þykja efni til.
I þessu margskipta fútækrahæli mátti sjá marga
kafla mannlífsins.
1 einni stofu hittum við 12 ára gamla stúlku, sem.
teygði fæturna út að ofniuum. Af því ekki var vani,aö
veita börnuin viðtöku á þessum stað, spurði ungfrú L.
hana, hvernig og hvers vegna hún væri þangað'
komin. Hún leit dökkum sakleysislegum augum á
hana, og sagði einarðlega og alvarlega, að lögreglan
hefði tekið sig, af því hún hefði stolið 5 sh. í
brauðbúð einni, og að nú ætti að senda sig í hæli
vanhirtu barnanna. Jeg spurði hana, hví hún
hefði stolið þessum peningum, og bjóst við, að'
hún mundi bera fyrir sig fátækt, sult, veikindi
eða annað slíkt, enda þótt búningur henuar bæri
ekki vott um neitt þess háttar. Mjer kom það
því á óvart, er hún sagðist hafa stolið peningun-
úm til þess að kaupa sjer fyrir þá eyrnahringi.
#5?egar jeg heyri, að slíkir hlutir gátu freistað þín#,
sagði ungfrú L., »þá þykir mjer illt, að jeg skuli
hafa hringi í eyrunum». Seinna tók jeg eptir því,að
bún hafði lagt þá niður.
Ein deild af hinu mikla vinnuhúsi, sem er ein-
kennileg fyrir Lundúnaborg, er tlie casual ward,
þar sem húsviltir menn fá gisting.
I Lundúnum eru 22 lík hæli, og tekur hvert að.
lr'innsta kosti 40 manns, jafnt konur sem karla-