Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 28
314 Hinn heilagi Vincer.tius.
tná geta, ekki sízt þegar prestur bætti því við, að
ef hann stæði sig svo sjer líkaði, þá skyldi hann
fá á eptir köku, eins væna og hlemmurinn á stærsta
sánum í búrinu á staðnum, og þar á ofan heilt
ríksort í peningum.
Klerkur átt í fórum síuum óskemmdan búning
.þann, er hafði verið hafður á þrettánda veturinn á
undan á einn af spekingunum frá austurlöndum,
•er þeir komu að heimsækja barnið í jötunni 1
Betlehem með úlfalda sína, alklyfjaða gulli, reykj-
elsi og myrru. það var hárauð skykkja, dregin
gulli og silfri, stór hetta blá, öll stráð silfurstjörn-
um, og skínandi kóróna, alsett perlnm. Prestur
■skrýðir strákinn öllum þessum búningi, setur kór-
ónuna á höfuð honum og klínir nokkrum hárum
■á hökuna á honum í skeggs stað.
»Nú átt þit að standa kyr, þar sem jeg læt þig“»
segir klerkur, »grafkyr í sömu sporum, þangað til
jeg segi þjer að þú megir fara«.
— »Verður hún stór, kakan sem jeg fæ ?«
— »Já, þú skalt verða ósvikinn á henni, drengur
minn; þú mátt vera óhræddur um það. En þú
mátt ekki hræra legg nje lið; þú verður að tnuna
það. Andlitið verður að vera allt af í sömu stell-
ingurn, og bezt væri þú deplaðir aldrei augunum;
•en guð varðveiti þig frá að hlæja, því ef þú ferð að
hlæja, þá er það dauðasynd og þá ferðu rakleiðis
til helvítis, drengur minn«.
»Verið þjer óhræddur, prestur minn, «segir strákur.
•— Síðan fer klerkur með strák út í kirkju, setur
hann á pallinn, þar sem líkneski hins heilaga Vin-
centiuB átti að standa, raðar síðan vaxljósum og