Iðunn - 01.06.1887, Side 29
315
Hinn heilagi Vincentiua
lalómum allt í kringum hann; og þegar allt var kom-
ið í rjettar stellingar, lýkur hann upp kirkjunni
fyrir messufólkinu.
f>ví gafst heldur en eigi á að líta, kirkjufólkinu.
|>að hafði aldrei sjeð jafn hlómlegan dýrling og fjör-
legan.
»|>að er engu llkara en að hann ætli að fara að
tala við mann«, sagði ein konan við kunningja-
honu sína.
»En hvað lionum fer vel skikkjan#, segir önnur;
»það veit hamingjan, að það er mun skemmtilegra
að ákalla svona dýrling heldur en sum afskræmin í
hinum kirkjunum«.
»0, er hann þó ekki sætur ?«, segir sú þriðja ;
»jeg get varla setið á mjer að fara og kyssa hann«.
»En hvað er að tarna ?« segir svo ein eptir litla
stund ; »mjer sýndist ekki betur en hann deplaði
augunum.«
»Já, mjer sýndist það líka ; en jeg þorði ekki að
koma upp með það.« »En nú, nii stundi hann; jeg
heyrði það glöggt !« segir hún og fórnaði höndunum
f ofboði.
»Guð hjálpi oss öllum ! nú hreyfði hann sig«, hróp-
ar ein upp yfir sig.
Hinn heilagi Vincentius var farinn að iða allur
°g tvístíga, — hann hafði dregið nógu mikið á bát-
inn af öllu góðgætinu hjá klerki —; loks þolir
hann ekki lengur mátið, þrífur báðum höudum apt-
ur fyrir sig, stekkur niður af pallinum og eins og
kólfi væri skotið alla leið út úr kirkjunni. Ljósin
ultu öll um koll og blómstrin hrundu; á miðju
kirkjugólfi datt kórónan af höfðinu á honum, en