Iðunn - 01.06.1887, Page 30
316 Hinn heilagi Vincentius.
hann hafði ekki tíma til að snúa sjer við og taka>
hana upp.
f>að sló dauðans felmtri yfir allan söfnuðinn, seni
nærri má geta.
En þegar mesta ókyrðin rjenaði aptur, stóð upp
nunna ein og tók til rnáls :
»Vjer erum glötuð ! Drottinn hefir refsað oss
fyrir illgjörðir vorar, og nú hefir verndardýrlingurinn
okkar yfirgefið oss líka. Látum oss gera yfirbót
synda vorra, — gera yfirbót, segi jeg, og falla á bæn.«
Og það var svo hljótt í kyrkjunni, að heyra mátti
flugu anda; en presturinn, sem var eins og þruinu
lostinn af þessu hraparlega slysi, fór að tóna bæn-
ina; og aldrei höfðu sóknarmenn sjeð liann berja
sjer á brjóst með jafnmikilli ákefð, um leið og
hann andvarpaði niðurlútur þessum orðum : »mea
culpa ! mca culpa /« (mín er sökiti).
(Kail Nyrop : Romanske Mosaiker. — B. J.).
Lúðurinn.
ÍO að munu vera eitthvað 30 ár síðan, að hann
herra Lárenzíus, sem er skattheimtumaður
hjerna í sýslunni núna, tók við embættinu. Einhver
hin fyrsta embættisferð hans var suður í Malarvík,
sem þá var nýlega orðinn verzlunarstaöur, og vorti
þar nálægt 300 manns, að meðtöldu hverfinu þar í