Iðunn - 01.06.1887, Síða 31
Ijúðurinn.
317
ki'ing. Herra Lárenzíus hefir sjálfur sagt mjer
þessa sögu.
Íjegar hann var kominn í þorpið, gerði hann orð
eptir einu lögreglunni, sem þar var, gömlum upp-
gjafahermanni, er hafði verið í stríðum Napóleons
ttúkla, og var alclrei kallaður annað þar f þorpinu
en Skrámur, af því að hann hafði stórt ör eptir
endilangri annari kinninni. — Hann kemur að vörmu
spori.
»Eru það þjer, sem heitið Skrámur ?«, segir skatt-
heimtumaður.
»Svo trúi jeg sje, herra skattheimtumaður«.
»það er gott. Viljið þjer þá ekki fara undir eins
og tilkynna um allan bæinn, að jeg sje kominn?«
»Skal verða gert, herra skattheimtumaður!«
»En heyrið mjer, þið liafið þó vænti jeg einhvern
hiður hjerna eða trumbu ?«
»Verið þjer óhræddur, herra skattheimtumaður;
við höfum allt sem á þarf að halda til að greiða
götu yðar«.
Að svo mæltu kvaddi Skrámur og fór leiðar
sinnar, en herra Lárenzíus settist niður og kveykti
f pípu sinni.
Eptir litla stund heyrir hann svín hrína ákaflega
okki langt í burtu. Hann þykist vita, að það muni.
eiga að fara að slátra því. Rjett á eptir heyrir
hann lögregluna kalla hárri röddu : »Skattheimtu-
inaðurinn nýi er kominn hingað til bæjarins, og
skorar á alla skattgjaldendur, að flýta sjer að borga;
þeir sem koma um seinan, verða fyrir útlátum«.
Tíu mínútum síðar heyrir hann svínið rýta í ann-
að sinn og lögregluna að vörmu spori hrópa enn