Iðunn - 01.06.1887, Side 34
320 Ljónaveiðin í Bender.
ljet víggirða hús sitt í þorpinu Varniza nœrri
Bender, með því hann bjóst eigi viö góðu. |>að leit
út eins og kastali, þar sem hvcrjum af mönnum
hans var skipað rúm til varnar fyrir sig. Aður en
orustan byrjaði, bað Póllendingurinn Potocki kon-
ung, að hætta ekki lífi sínu í aðra eins tvísýnu og
nú liti út fyrir. En það var til einkis; hann vildi
láta hart næta lrörðu. þá var sunnudagur, og með-
an presturinn var í stólnum og lagði út af því, er
Kristur svaf í stórviðrinu á Genezaretvatni,
lieyrðust hvellandi herlúðrar og þrumandi fall-
byssudrunur óvinanna, og í sömu svipan voru
’ Tyrkir komnir og búnir að brjóta hið ytra virkið,
og herliðið farið að beita vopnum, en mætti
engri mótspyrnu.
Karl konungur var í btoddi fylkingar fyrir 20—30
liðsforingjum, sem hann hafði eggjað til framgöngu
næsta sjer; en þegar hann sá, hversu illa áhorfðist,
lirópaði hann og sagði : »Hver, sem hefir þrek og
djörfung, hann fylgi mjer; jeg skal muna honum
það seinna«. Karli konungi var næstur að fram-
göngu Axel Hurd, með nokkrum lífvarðarliðsmönn-
um, hirðmönnum og ökusveinum. Margir aðrir,
sem þó annars höfðu opt sýnt, að þeir hræddust
ekki dauðann, drógu sig í hlje við þennan atburð.
Með lijér um bil 20 manns reyndi Ivarl að ryðja
sjer braut gegnum fjandmannaherinn til húss þess,
er hann hafði aðsetu í. Hann hafði sverð í hendi,
og hjó og barði með því Tyrkjann á báðar hendur.
Hann komst leiðar sinnar ósár, því allir vildu
handsama hann lifandi. En um leið og liann stje
að hestinum, þreif »janitschar« einn í vetlings-