Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 35
Ljónaveiðin við Bender. 321
laska hans, en Karl ldppti svo sterklega að sjer
hendinni, að laskinn rifnaði af, og hann fjell apt-
ur (1 bak. Tyrkir vildu grípa haun höndmn, en
lífverðirnir Axel Koos og Olafr Áberg stóðu fyrir.
Hárd fór með hann inn í húsið. Um leið og hann
®tlaði inn, skaut einn Tyrki á hann af skamm-
byssu; kúlan fló meðfram augabrún konungi, og
hefði farið 1 gegnum höfuð á honum, ef hann hefði
ekki hallað því til hliðar. En þó að konung sak-
uði ekki, þá hœfði kúlan þó handlegginn á Hard,
hans hugumprúða og trúlynda fylgiliða, svo hann
fjell f hendur Tyrkjum, en sjálfur komst Karl í hús-
ðyrnar til Axel Koos. Axel bað konung þegarinn
ganga og loka svo dyrunum. Konungur bað hann
bíða við lítið eitt. »Eg œtla að standa hjer litla
stund», mælti hann, »og sjá livað Tyrkinn gerir».
Axel ítrekar beiðni sína, að konungur gangi inn ;
en er konungur gefur því engan gaum, grípur
hann aptan í belti lians, og vill kippa honum inn
fyrir dyrnar. En konungur leysti óðara af sjer belt-
og óð fram í móti fjandmönnum sínum. Axel
hleypur á eptir honum og þrffur yfr’urn mittið á
honum, og segir um leið : »Nú sleppi jeg ekki yðar
hátign»; og með tilstyrk tveggja Svía heppnaðist
að ná konungi ósærðum í húsið.
f>ar hafði 30 mönnum verið skipað fyrir til varn-
ar. En er aðsóknin hófst að virkiuu, hafði fjöldi
Tyrkja ruðzt þangað undir eins, því að þar var
fengs von í góðum gripum. Nokkrir af varðmönn-
unum gáfust þegar upp, og Tyrkir stukku inn um
gluggann og tóku til að ræna. A lítilli stundu
• Iðunn V. 21