Iðunn - 01.06.1887, Page 36
322 Ljónaveiðin við Bender.
voru þeir búnir að skipa sjer um allt húsið, nema
herbergi Dúbens ; þangað höfðu 22 eða 23 Svíar
hrökklazt og vörðust þaðan, og fegu skotið kon-
ungi þar inn til sín og förunautum hans. Voru
þeir 42 saman (6 foringjar, 6 þjónar og 30 liðs-
menn) ; aðrir segja 52. Konungur kannaði þessa
litlu sveit, og eggjaði menn sína til hraustrar fram-
göngu. jpetta var hjer um bil 1 stundu eptir ha-
degi.
Konungur ljet nú opna dyrnar á næsta herbergi,
og óð þar inn í broddi fylkingar. Herbergið var
fullt af Tyrkjum og Törturum ; en Svíar hjuggu,
lögðu og skutu þá með svo mikilli ákefð, að þeir
voru á skammri stundu annaðhvort fallnir eða flúnir
út um gluggana.
Næsta herbergi var stór salr. þar voru inni
200 Tyrkir, sumir segja 300, önnum kafnir að ræna.
Karl konungur eggjaði enn menn sína, lauk upp
hurðinni og óð inn. þar tókst hinn harðasti bar-
dagi. Brátt varð salurinn allur hið efra svo fullur af
púðurreyk og svælu, að ekki sá nema á fætur
manna í bardaganum. Ivonungur varð viðskila við
menn sína. þrír Tyrkir voru rjett búnir að hand-
sama hann, en hann lagði þá tvo í gegn; við það
rann hinum þriðja svo í skap, að hann hjó í
höfuð konungi. IConungur hafði afarmikla loðhúfu
á höfði, og hlífði hún honum, og annað það, að
einn af liðsmönnum hans brá byssu sinni undir
höggið. Tyrkinn lagði aptur til konungs, en því
lagi brá hann af sjer með vinstri hendi, en fjekk
sár í þumalgreipina. I sama bili ruddist annar
Tyrki fram að Karli konungi, þrýsti honum upp að