Iðunn - 01.06.1887, Side 37
Ljónaveiöm við Bender, 323
veggnum og 'hjelt í kraga hans, og kallaði á lags-
ttienn sína til hjálpar sjer. Ivonungur kemurauga
á matsvein Axels Sparre með skammbyssu í hendi.
Hann gerir houum bendingu. Sveinninn hleypur
þegar að, og skaut til bana Tyrkjann, þann er hjelt
konungi upp við vegginn. Jafnskjótt höggnr kon-
ungur til bana þann er eptir var af þeim þremur,
er að honum liöfðu veizt með fyrstu. Komst hann
þá aptur til sinna manna, og fengu þeir loks hroðið
salinn.
Að því búnu leggja þeir að herbergi konungs.
Svo er að sjá, sem Tyrkir þeir, er þangað höfðu
snúið, liafi þá verið flúnir þaðan flestir, er þeirhöfðu
reent því er fjemætt var inni. Tveir, sem voru ó-
farnir, sátu hneptir út í horni hvor innar af öðrum,
og höfðu fyrir sjer skannnbyssur sínar, að sjá frem-
Ur til varnar en sóknar. Konungur snerist að
þeim og leggur þá f gegn báða í einu lagi; var
það þeirra bani. Hinn þriðji var undir rúminu;
það var hinn eini hlutur í herberginu, er Tyrkir
höfðu eptir skilið. Svíar drógu hann fram á gólfið.
Hann fleygir frá sjer sverðinu, þrífur um knje kon-
ungi 0g bað sjer griða. Konungur gaf hönum líf,
en ljet hann vinna sjer eið, að segja þeim jarli og
höfðingjaTartara frá því, er fyrir hann hafði borið.
Síðan hjálpaði konungur honum sjálfur út um glugg-
ann. Aðrir segja svo frá, að konungur hafi mælt:
»Berðu kveðju mína Tartarahöfðingja yðrum, og
seg honum, að sækja megi haun betur að, ef hann
á að ná Svíakonungi á sitt vald». Síðan hafi hann
21*