Iðunn - 01.06.1887, Síða 42
328
Ljónaveiðin við Bender.
greni. Ljezt ætla, að betra tnundi út að ganga.
Konungi líkaði eigi þessi orð, en duldi skap sitt að
sinni, og svaraði : »Nei, hitt er betra, að verjast
með hreysti, meðan oss endist fjör til, og geta oss
ódauðlegan orðstfr með hreysti vorri og hugprýði,
en að ganga á hönd fjandmönnum vorum og lengja
svo líf vort skamma hríð. Ætla eg oss enn lítt
saka, meðan klæði vor eru óbrunnin».
Síðan eggjaði ltonungur menn sína enn af nýju,
og hjet þeim miklum launum, eu gaf þeim Tscham-
ner og Axel Koos ofursta-nafnbót.
þá var mjög brunnið loptið, og fjell brandur í
höfuð konungi. Var þar með engu móti vært
framar. Konungur gekk frá mönnum sínum, þeim
er ujtpi stóðu, til svefnstofu sinnar ; þar var enn
óbrunnið loptið. Hann tók í hönd Axel Roos, og
kvað þá skyldu nú verjast til þrautar með þeim
fáu mönnum, er eptir væru. Axel kvaðst mundu
með guðs hjálp veita hans hátign slíkt er hann
mætti, meðan hann hefði nokkurn blóðdropa í æð-
um. Konungur kvað slíkt drengilega mælt; »skal
jeg muna þjer það», mælti liann.
Síðan var lokað dyrum þeim, er vissu að saln-
um ; hann var þá allur í einu báli. En nokkrir
þeirra, er inn voru komnir í svefnstofuna, höfðu
eld í klæðum sírmm.
Tyrkir tóku nú að skjóta á hvern þann, er þeir
sáu við gluggann. Konungur hafði barizt lengst
með sverði sínu. Hann snaraði því frá sjer og
þreif byssu af liðsmanni, er næst honurn stóð, og
skaut þegar til bana Tyrkja einn, er í aðsókninni
var. því næst nam hann staðar við gluggann, og