Iðunn - 01.06.1887, Page 52
338 Ljónaveiðin við Bendei’.
Demotika, borgar skammt þaðan. |>ar sat hann
þann vetur.
f>áð var áform Karls konungs, að láta soldán
fara með hernað á heudur óvinum hans, þeim Pjetri
Rússakeisara og Agúst Saxakonungi. Vildi hann
fyrir engan mun heim hverfa aptur í ríki sitt fyr
en hann œtti sigri að lirósa yfir óvinum sínum.
f>reytti hami það mál svo mjög, að flestum þótti
sem eigi væri sjálfrátt um þrályndi hans. En
Svíar í miklum nauðum staddir heima fyrir, og
undan þeim gengið mikið af löndum Karls kon-
ungs.
f>ar kom um síðir, að konungur sá, að þrotin
mundi öll von um liðveizlu af hendi Tyrkjasoldáns.
Ljet hann þá að þrábeiðni vina sinna, og bjóst til
heimferðar. Honum var fjefátt orðið mjög, og var
eigi annað vænna en að þiggja fje að soldáni að
láni til fararinnar, ef þess væri kostur. Vildi haun
og í annan stað skiljast svo við soldán, að eigi
ætti óvinir lians því að fagna, að missætti nokkurt
væri þeirra í milli. Gerði hann því menn á fund
soldáns, og ljet búa för þeirra hið veglegasta. Var
þá liðið að miðju sumri. f>eim dvaldist í þeirri
ferð nær 2 mánuði, og höfðu litlar virktaviðtökur
af soldáni og ráðgjöfum hans. Eje fengu þeir og lítið
eða ekkert.
Konuugur bjó ferð sína eigi að síður, og þótt á-
liðið væri sumars. Hann hafði fengið að lokum
fje nokkurt að láni frá frakkneskum mönnum í
Miklagarði, fyrir orð sendiherra Prakkakonungs
þar, svo og hjá enskum kaup.nanni nokkrum, gegn
veði í Brimum og landi því, er þar lá til, og Svíar