Iðunn - 01.06.1887, Page 58
344 Ljónaveiðin við Bender.
að hafa glöggvar gætur á öllum ferðamönnum, og
láta eigi konung dyljast, ef hann færi þar um. Og
til þess að eigi skyldi undan draga, var maður einn
sænskur, er Kagg hjet og landgreifinn hafði í
sinni þjónustu, látinn vera viðstaddur í pósthús-
inu og hafa tal af ferðamöunum. það varð og, að
hann kom sjer í tal við Karl konung, og fór brátt
að gruna margt. Dúring varð þess áskynja, og tók
það ráð, að gera fjelaga sínum sem lægst undir höfði
í öllu viðmóti, svo að ólíklegt mætti virðast, að hann
gerði sjer svo dælt við konung sinn, þó 1 dular-
klæðum væri. Sumir segja, að Karl konungur hafi
jafnvel tekið staup og drukkið af, eptir bendingu
Dúrings, til þess að eyða öllum grun Ivaggs.
Hjeldu þeir síðan af stað fjelagar, og er konungur
er kominn á hestsbak, snýr hann sjer við og rnælti
hátt á sænsku : nGuðsftiði, Kagg minn sæll ! Berðu
kveðju landgreifanum !» þ>á þóttist Kagg vita með
sanni, hver maðurinn var, en það var um seinau ;
því að vörmu spori voru þeir fjelagar allir á burt og
huldir jóreyk.
Segir nú eigi af ferðum þeirra, fyr en þeir komu
norður í Stralsund. þ>að var stundu eptir miðnætti
hinn 11. nóvbr. Var konungur þá koininn í ríki
sitt; því að Svíar áttu þá borg og mikið land þar
í Pommern í þá daga og lengi síðan. |>eir kon-
ungur riðu að borgarhliði og báðu varðmenn upp
ljúka; kváðust vera sendimenn konungs og læg1
mikið á. Varðmenn báðu þá bíða morguns. þeir
ljetust hafa meðferðis brjef áríðandi, er fá skyld1
þegar í stað í hendur Dúker hershöfðingja, er þar
stýrði liði og rjeð fyrir borginni. Var þá maður