Iðunn - 01.06.1887, Síða 59
345
Ljónaveiðin við Bender.
sendur að segja hershöfðingja þessi orð. Haun
bjóst við konungi þá og þegar, og renndi í grun,
liverjir vera mundu sendimenu þessir. Bauð hann
varðmönnunum að hleypa þeim inn þegar í stað.
Hann stóð upp og klæddist, og vildi vita sjálfur,
hverju sætti. Hann gekk iit og riðu þeir kon-
ungur þá að garði. En svo var konungur tor-
kennilegur, af ferðaryki og þreytu, að Diiker
þekkti liann eigi. En konungur sagði þegar til
sín, og fjekk manni þeim, er sagt hafði þeim til
vegar síðasta áfangann, hnefafylli af dúkötum, en»
gaf kufl sinn hermanni þeim, er hafði vísað honum
heitn til Diikers.
Konungur var þrekaður mjög eptir ferðina.
Hann hafði riðið ú 16 dögum sunnan úr Tyrkja-
löndum norður að Eystrasalti, 405 mílur danskar
eða 81 þingmannaleið, að því er talið var. Hann
hafði aldrei úr fötum farið síðustu vikuna. Stíg-
vjelin varð að rista utan af fótum hans; voru þeir
þrútnir mjög og núið af skinn víða. Ivonungúr
ljet fyrir berast inni fyrsta daginn, til þess að
hressast og láta gera sjer ný klæði og sæmi-
leg.
Rosen yfirliði, er konungur hafði skilið við suð-
ur við landamæri Tyrkja, kom til Stralsund degi
síðar en þeir konungur. Hann hafði fylgtþeim eptir,
eins og fyrir hann var lagt.
Af hinum er það að segja, er voru 24 saman,
og halda skyldu sömu leið á eptir, að þeim gekk
°g ferðin allvel. Fannst1 mönnum ntikið um þá
sveit víða á leiðinni, og hugðu margir, að Svía-
konungur væri sjálfur einn í þeim flokki. Múgur og